Svar frá mér

Nokkrir gestir hér á blogginu að undanförnu, hafa svarað skrifum Margrétar Jónsdóttur um umhverfismál og verið með aðdróttanir um það að hún vissi ekki um hvað hún væri að fjalla í sambandi við skaðsemi og óhemju kostnað við rányrkjubúskapinn á landinu. Ég er henni algerlega sammála, enda er hún búin að koma með sannanir fyrir stórskemmdum afréttalöndum víða, af beit, sem beðið var um. Ég hef kynnt mér ástand gróðureyðingarinnar á landinu í meir en 20 ár, meðal annars með upplýsingum úr bókum og ritum landgræðslunnar (hafið þið gert það?) fengið upplýsingar hjá Ingvari Þorsteinssyni náttúrufræðingi sem hefur unnið við að kortleggja gróður landsins í fjölda ára. Einnig er ég í stöðugu sambandi við landgræðsluna, sem hefur þrátt fyrir mikinn árangur í uppgræðslu orðið að vinna eins og bakkabræður við að gera við skemmdir á götóttri flík sem stöðugt er rakið meira neðan af. Umgengni okkar við landið hefur gert það að skemmdasta landi af búsetu sem þekkist og er oft vitnað til þess í útlendum náttúrufræði ritum. Lífsskilyrðin voru oft erfið og fáfræðin mikil. Því er ekki til að dreifa í dag og þess vegna ófyrirgefanlegt að hlífa ekki gat slitinni gróðurhulu landsinns og koma á nútíma ræktunarbúskap með skepnur í vörslu eigenda sinna á þeirra eigin landi, ekki okkar hinna, sem verðum svo að borga skemmdirnar. Þá væri loksins hægt sé að rækta upp landið af viti.

 Herdís Þorvaldsdóttir



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband