Bullið um „óspillta“ náttúruna.

Sveinn Sigurðsson skrifaði grein í morgunblaðið í vor. Vegna þess að það sem hann segir þar er eins og talað úr mínu hjarta, langar mig að vitna í hana, enda hefur hún sjálfsagt farið fram hjá mörgum. Fyrirsögnin var”Bullið um “óspillt” landið”.Hann segir: “Á örskömmum tíma hefur okkur næstum tekist að útrýma næstum heilu vistkerfi í þessu landi en þeir sem nú fara mikinn í umhverfisumræðunni virðast ekki hafa af því neinar áhyggjur. Raunar opna þeir ekki munninn án þess að tala um “óspillta náttúru þessa lands, þvert ofan í allar staðreyndir.”Hann segir á öðrum stað: “Margur reynir að svæfa minnimáttarkennd með skrumi ,hið sanna í málinu vita þó allir sem vilja vita að Ísland er eina landið í Evrópu sem er gerspilltaf mannavöldum á umliðnum þúsund árum samtímis því að Evrópa hefur verið ræktuð upp. Með þessum orðum hófst fræg grein eftir Halldór Laxness sem hann birti í Morgunblaðinu á gamlársdag 1970.”Hernaðurinn gegn landinu” hét hún en þó hún vekti mikla athygli, fór því fjarri að henni væri tekið fagnnandi. Svo bágt fékk Nóbelskáldið fyrir, að sagt er að bækur þess hafi verið hálfgerð bannvara í sumum plássum lengi á eftir.”t.v.l.Enn þann dag í dag viljum við ekki horfast í augu  við þessa skömm. Af því að það snertir við forréttindum einnar stéttar í landinu, sem er þó ekki nema 1% þjóðarinnar í dag en hefur rétt til að rányrkja landið okkar með á aðra milljón fjár á lausabeit allt sumariðog hrossastóð oft á útigangi mest allt árið. Þetta er meira en viðkvæmur og niðurnagaður gróður landsins þolir án stöðugs undanhalds. Ég kenni huglausum og samviskulausum ráðamönnum frekar um ósóman en bændum. Hver vill missa sín forréttindi? Þó væri það bændastéttinni til mikils sóma að taka sjálfir frumkvæði í þessum málum. Stunda ræktunarbúskap á sínum jörðum, til að hlífa vistlandinu okkar allra frá frekari rýrnun blómjurta og kjarrs og auka árangur landgræðslunar sem þá þyrfti ekki að víggirða með ærnum kostnaði hvrrn reit sem tekin er til ræktunar. Hver vill liggja undir því ámæli að vera landnýðingur, því rányrkja er landníðsla? Ég hef þó vitneskju um að einhverjir bændur séu farnir að stunda ræktunarbúskap með sínar skepnur á eigin jörðum og er það mjög til fyrirmyndar. Framtíðin býður ekki upp á aðra búskaparhætti ef við ætlum ekki að búa hér á blómlausu beru og uppblásnu landi. Vaknið landsmenn og hjálpum landinu að skríðast sínum eginlega skóga og blómskrúða í friði fyrir lausráfandi bitvargi, á aðra milljón sauðfjár auk hundrað þúsunda hesta. Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona og f.v. formaður Lífs og Lands

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já þetta er ákaflega slæmt mál.

Mosi vill einnig vara við því að nú eru uppi ráðagerðir að taka upp ríkisstyrki fyrir geitfénað! Eru stjórnmálamenn með öllum mjalla? Eru þeir ekkert ragir við fordæmið? Hvað á að styrkja næst? Ekki eru það skólarnir eða heilbrigðiskerfið sem hvort tveggja er rekið á nánösinni.

Manstu Herdís eftir því þegar á aðventunni glumdi við daginn út og daginn inn auglýsingar um Hólsfjallahangiketið sem átti að vera það besta? Þetta var fyrir svona aldarfjórðungi.

Núna eru þær auglýsingar löngu þagnaðar enda öll bændabýli í því héraði löngu komin í eyði! Fyrst eyddist gróðurinn fyrir skammsýni, þá lagðist byggðin af!

Hvað skyldi það nú verasem olli uppblæstrinum? Ætli það hafi ekki verið sauðfjárbúskapurinn þar sem allt of margar rollur voru að darka í allt of viðkvæmu landinu? Bændur steyttu hnefana framan í Svein Runólfsson landgræðslustjóra og höfðu jafnvel í hótunum þegar hann benti þeim vinsamlega á samhengið á ofbeitinni þeirra  og gróðureyðingunni!

Mjög mikil vinna mörg sumur fór í að kappkosta að endurheimta eitthvað af gróðurfari á þessum nýju öræfum, Hólsfjöllunum en árangur verður að teljast fremur lítinn miðað við þær gríðarmiklu framkvæmdir, mikið fé og fyrirhöfn.

Svo vilja menn efla geitahald!!

Nei takk, við megum ekki bæta öðrum vandræðum við það sem fyrir er! Höldum geitastofninum í lágmarki, mest 1000 dýr takk fyrir!

Baráttuveðjur! 

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 9.12.2007 kl. 14:28

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sauðheimskan, nautheimskan og nú síðast geitheimskan, eru að leggja landið í auðn. Það er bara staðreynd að búfjárrækt er mjög umhverfisskemmandi, þar sem mun stærri landskika þarf undir búfjárrækt en grænmetis- og ávaxtarækt.

Síðarnefnda ræktunin er bæði umhverfisvænni og gefur hollari afurðir. 

Theódór Norðkvist, 10.12.2007 kl. 01:08

3 identicon

Góðan dag.

Ég vil vinsamlega benda ykkur herramönnum á að geitastofninn hér á landi er um 400 geitur. Á Háafelli í Hvítársíðu er um 120 geitur og þar eru allar geiturnar girtar af vegna þess að geitur fara ekki á afrétt hér á landi.

Hafið staðreyndir á hreinu áður en þið farið að ráðast á ráðamenn þessa lands sem eru bara að reyna að viðhalda fjölbreytni í íslenska búfjárstofninum.

takk fyrir mig,

Bjarni Arnar

Bjarni Arnar Hjaltason (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 22:46

4 identicon

Kæru bloggvinir, þökk fyrir heimsóknina. Til þess er ég að vekja athygli á þessu alvarlega máli, nýðslunni á landinu okkar, að það vekji fólk til umhugsunar, umræðu, og fyrst og fremst kröfu um tafarlausar aðgerðir um breitta búskaparhætti á þrautpíndu landinu.

Ég er sammála Guðjóni Jenssyni um geitina, það væri fáránlegt að fara að leggja fé í það að fjölga þeim, slæm er sauðkindin á viðkvæmum gróðrinum en verri er geitin sem nagar alveg niður í rót. Annars gildir það sama um hana og sauðkindina, menn geta haft, eins mikinn bústofn og þeir vilja svo fremi sem þeir halda honum á sínum egin jörðum, en eigni sér ekki rétt til þess að láta þessar skepnur sínar naga landið sem við eigum öll, til óbætanlegs tjóns og milljarða viðgerðar kostnaðar.

Finnst ykkur bændum þessa lands ekki kominn tími til að fara að búa með reisn og án skaða í nútíma þjóðfélagi sem krefst þess að rányrkja sé ekki stunduð í dag. Þróuninni verður ekki snúið við, aðeins tafin, til skaða. Auðvitað vita þetta allir í dag þó ráðamenn hafi ekki haft kjark eða dugnað til að vinna þetta nauðsynlega framfara mál okkar allra með ykkur, það er að stunda ræktunarbúskap í stað rányrkju. Bændur þessa lands. Ykkar væri sóminn og heiðurinn ef þið sjálfir og óneiddir óskuðuð eftir stuðningi við að koma miðalda búskaparháttum okkar í nútíma ræktunarbúskap öllum til sóma.

Að endingu vil ég svara Guðna Vilhjálmssyni,sem heldur því fram að sauðfé á beit á landinu á sumrin sé ekki nema 440,000 benda á að þetta er vísvitandi blekking sem oft er notuð til að telja okkur trú um að ástandið sé ekki svo alvarlegt, og við getum sofið róleg áfram. Staðreyndin er að þessi tala á við um vetrarfóðrað fé, allir vita að ærnar bera lömb á vorin og meirihlutinn tvö og það gerir á aðra 1000,000 fjár nagandi úthagana stjórnlaust allt sumarið. Það segir sig sjálft, að lítið verður eftir af blómskrúði í vistlandinu okkar síðsumars, eða nýgræðingi.

Bestu kveðjur, haldið umræðunni gangandi, einhvern tíma brestur mótþróa stíflan mosagróna.!

Herdís Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband