Færsluflokkur: Bloggar
15.10.2007 | 21:55
Landbúnaðarháskóli Íslands í lausu lofti!
Menntastofnun heillrar stéttar landbúnaðarins sem kennir þeim allar kúnstir við að nýta landið sér til framdráttar,nema þá að það sé glæpur gagnvart framtíðinni að stunda rányrkju á stórskemmdu landinu til skaða í stað þess að stunda ræktunarbúskap, hlýtur að vera blind á samtímann.
Hún hangir í lausu lofti, því grunninn vantar í bygginguna, landið sjálft sem vegna meðferðar okkar á því missir stöðugt meira af sinni upphaflegu gróðurþekju. Þessi stofnun er samt ótrúlega ánægð með sjálfa sig þrátt fyrir þessa skömm og er stöðugt að telja okkur trú um hvað hér sé allt til fyrirmyndar og stofnar jafnvel til námskeiða fyrir vesalings útlendinga sem eiga við uppblástur og gróðureyðingu að stríða til að kenna þeim okkar aðferð. Við með stærstu manngerða eyðimörkina,og verst farna land af búsetu vegna rányrkju sem við stundum enn ætlum að kenna þeim.
Er þetta ekki brandari á heimsmælikvarða?
Við erum þvert á móti til aðhláturs og varnaðar þeim sem komast að því ,að við búum hér eins og bakkabræður,eyðum offjár í að hamla gegn eyðingaröflunum á meðan á aðra milljón fjár og a.m.k.á annað hundraðþúsund hrossa eru á lausagöngu, milli fjalls og fjöru og eyðileggja meira en vinnst.
Í dag er það ekkert einkamál okkar, hvernig við förum með landið, það kemur öllum heiminum við. Þess vegna hafa alþjóða samtök um gróðurvernd, sett lög og reglur um það að ekki megi skaða eða rýra gróðurlendi með nýtingu. Við höfum tekið þátt í ráðstefnum og skuldbindingum um náttúruvernd, en hvergi staðið við þær þó þörfin sé hvergi brýnni. Eina ráðið til að ýta við okkur að losna úr þessum gömlu viðjum,virðist vera að vekja athygli alþjóðasamtaka á ástandinu svo við fáum áminningu frá þeim, um að tími sé komin til að girða af búpeningin í landinu í staðin fyrir fólkið eins og hingað til og stunda ræktunar búskap eins ag aðrar siðmenntaðar þjóðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2007 | 22:18
ENGIN SÁTT GETUR VERIÐ UM NÁTTÚRUVERND,MEÐAN RÁNYRKJA ER STUNDUÐ.
Umhverfisráðherra segir í grein um umhverfismál ,í fréttablaðinu nýlega,að ríkisstjórnin hafi hafist handa við að finna bestu leiðir til að nýta náttúru okkar og auðlindir á þann hátt að komandi kynslóðir geti einnig notið þeirra og nýtt þær.Þetta eru góðar fréttir.Í stjórn verkefnastjórnar sem á að undirbúa gerð rammaáætlunar, hafa verið skipaðir valinkunnir vísindamenn auk fulltrúa hagsmunaaðila og umhverfissamtaka.Skýrslan á að vera tilbúin í júní 2009.
Nú verðum við bara að treysta því að þetta valinkunna lið sjái og skilji hvað er brýnast að leiðrétta í búsetu okkar á þessu landi sem er þekkt fyrir að vera verst farna land af búsetu sem þekkist.
Meira en helmingur af gróðurhulu landsins horfin,og restin öll í henglum,og þrátt fyrir þetta skammarlega ástands sem útlendum gestum blöskrar og er hvergi í samræmi við skyldur okkar við alþjóðlegar skuldbindingar.Þær miða fyrst og fremst að því að skaða ekki land með notkun,en það gerum við enn í dag með rányrkju blygðunarlaust án þess að skammast okkar,og treystum því að þeir komist ekki að skömminni.Þess í stað gortum við stanslaust eins og kjánar af því hvað við eigum hreint og ósnortið land og hvað hér sé allt til fyrirmyndar,bjóðum jafnvel fólki frá öðrum löndum að læra af okkur hvernig á að græða örfoka land,á það að vera brandari?Skyldi þeim vera sagt að okkar dýra og duglega landgræðsla vinni stöðuga bakkabræðra vinnu við viðgerðir á skemmdu landi með bitvargin á hælunum, á aðra milljón,svo stór hluti af ráðstöfunarfé hennar fer í endalausar varnar gaddavírsgirðingar ,og hún hafi hvergi undan eyðingaöflunum.Það er komin tími til að vekja athygli alþjóða náttúruverndarsamtaka á því, hvað hér er að gerast,svo við fáum áminningu annarra þjóða um það hvernig við förum með okkar eigið land.Þvílik skömm,en annað virðist ekki duga,til þess að létta þessum álögum eða svefndoða af þjóðinni.Fjallkonan í tötrum hrópar á hjálp!
Herdís Þorvaldsdóttir leikkona og fyrv.formaður Lífs og lands
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
2.10.2007 | 16:32
EITT MESTA VANDAMÁL ÞJÓÐARINNAR.- gömul grein
Bloggar | Breytt 3.10.2007 kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
15.9.2007 | 10:32
Offramleiðsla á kindakjöti - nýðsla á landinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2007 | 21:24
Þvílíkt blessað sumar hérna á suðvesturlandinu í þetta sinn,
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
30.6.2007 | 20:15
Milljarða fjáraustur til styrktar ofbeitar
Hvernig bregst svo ríkisstjórnin við offramleiðslunni og öllum kostnaðinum sem af henni hefur hlotist í áratugi? Jú, hún gerir samning við bændur um enn meiri greiðslur úr ríkissjóði til aukinnar framleiðslu! Er einhver glóra í þessu!? Allir vita hvernig ástandið er í þessum málum. Guðni og landbúnaðarmafían gera allt sem þau geta til að hafa fé af skattborgurum til þess að þeir geti framleitt eins mikið og þeim dettur í hug án þess að þeir þurfi að bera kostnaðinn af umframframleiðslunni. Aftur á móti er það óskiljanlegt að fjármálaráðherra sem hlýtur að vita hvað lausaganga búfjár tekur mikin toll af gróðurríkinu á hverju ári, skrifi undir þennan milljarða samning án þess að setja skilyrði um að þeir beri sjálfir ábyrgð á offramleiðslunni. Lyktar þetta ekki af atkvæðakaupum bænda, rétt fyrir kosningar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 12:27
Rányrkjubúskapur á stórskemmdu landinu okkar
Þröstur Eysteinsson skógfræðingur var að flytja erindi á Húsavík. Þar kom fram að þessar 1.000.000 kindur sem naga gróðurinn allt sumarið, éta þvílíka býsn að þær koma í veg fyrir gríðarlega upptöku kolefnis, sem gróið ósnortið land er vant að gera.Þetta kemur fram í rannsókn sem hann og Jón Guðmundsson eru að vinna á vegum Búnaðarháskólans.
Það er þegar vitað að koltvísýringurinn sem streymir upp úr ræstum mýrum og illa grónu og skemmdu landi, er á við mengun frá öllum skipaflotanum okkar.
Er þetta ásættanlegt ástand, þegar við þurfum ekki allar þessar skepnur? 1.000 tonn voru offramleiðsla í haust og þetta er gróður blæðandi landsins okkar. Og hvað er gert af stjórnvöldum til að koma í veg fyrir áframhaldandi skaða fyrir landið og ríkissjóð? Landbúnaðarráðherra skaffar sauðfjárbændum úr ríkissjóði 16 milljarða til að auka framleiðsluna. Ég skrifaði grein sem hét Hversvegna tárfellir Fjallkonan alltaf 17.júní? Hvað haldið þið?
4-5 miljónir ha. gróðurlendisins er horfin og um leið jarðvegurinn, gróðurmoldin, okkar dýrmætasta eign. Nú verðum við að greiða skuldina við landið, og ákveða hvernig, en ekki hvort við gerum það, skrifar Andrés Arnalds. Tíminn skiptir máli, við verðum að sigrast á eyðingunni hraðar en eyðingaröflin vinna. Ella höfum við ekki undan og vandinn verður óviðráðanlegur. Tilv.lýkur. Landgræðslan á 100 ára afmæli í ár. 1974 fékk hún svonefnda þjóðargjöf sem menn bundu miklar vonir við en hún er sögð hafa verið étin upp á nokkrum árum. Hvað fær Landgræðslan í 100 ára afmælisgjöf?
Eina vitið er: skepnur í girðingar, í staðinn fyrir gróðurinn og fólkið... Það er botninn í tunnuna. Og þá fyrst er hægt að gera heildar áætlun um hvernig við ræktum upp landið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.6.2007 | 21:59
Landgræðslan og gaddavírsvæðingin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2007 | 00:17
Áratuga blekking og fjáraustur - gömul grein
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)