VITNAÐ Í ÁHUGASAMAR GREINAR.

Hörður Bergmann skrifaði grein í morgunblaðið í vor.Greinin hét”Um lögbundna sóun og vansæmd”þar talar hann um opinberar fjárveitingar annarsvegar til vísinda og fræðimennsku sem fékk19,3 milljónir og síðan samanburð á styrkjum til landbúnaðarins sem námu á þriðja hundruð milljóna á fjárlögum 2006 auk margra annarra torskyldra liða.Hann spyr hvernig það þjóni almannahag að láta ein hagsmunasamtök í landinu fá kostnaðinn við starfsemi sína greidda úr ríkissjóði, hverskonar sóun fylgi slíku háttalagi. Hvað finnst þér lesandi góður.?Margrét Jónsdóttir sem hefur skrifað margar frábærar greinar um fjárausturinn í landbúnaðarkerfið og skaða af rányrkjunni ,segir í sinni grein sem heitir”Hin ríkisreknu fjárhús”hún segir m.a.,að við séum á móti því að halda uppi heilli stétt atvinnurekanda á kostnað gróðurs jarðvegs og landsmanna.Hún vonast til að sauðfjárbændur beri gæfu til að losa sig við þessa átthaga fjötra sem beingreiðslur séu og komi sínu sauðfé í beitarhólf og lifi æ síðan í góðri sátt við landið,gróður þess og okkur hin.Þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að vekja athygli á.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband