30.6.2007 | 20:15
Milljarða fjáraustur til styrktar ofbeitar
Enn einu sinni enn er gerður framleiðsluhvatningar samningur við sauðfjárbændur uppá milljarða úr ríkissjóði. Af hverju bara þessa kjötframleiðslu og til hvers? Það er spurningin! Framleiðsla á kindakjöti er þegar of mikil. 1000 tonn afgangs í haust sem kostar offjár að flytja út eða urða. Fyrir utan að það er hverfandi gróður landsins sem fer í allar þessar skepnur sem hafa að óþörfu nagað viðkvæman gróður allt sumarið. Við þetta bætist síðan viðgerða kostnaður landgræðslunar á skemmdu landi Margir sauðfjárbændur eru farnir að vinna önnur störf með sauðfjárræktinni. og gætu því minkað við sig og stundað ræktunarbúskap á sínum egin jörðum landinu og ríkissjóði til hagsbóta.Þá þyrfti ekki að borga þarflausa framleiðslu.
Hvernig bregst svo ríkisstjórnin við offramleiðslunni og öllum kostnaðinum sem af henni hefur hlotist í áratugi? Jú, hún gerir samning við bændur um enn meiri greiðslur úr ríkissjóði til aukinnar framleiðslu! Er einhver glóra í þessu!? Allir vita hvernig ástandið er í þessum málum. Guðni og landbúnaðarmafían gera allt sem þau geta til að hafa fé af skattborgurum til þess að þeir geti framleitt eins mikið og þeim dettur í hug án þess að þeir þurfi að bera kostnaðinn af umframframleiðslunni. Aftur á móti er það óskiljanlegt að fjármálaráðherra sem hlýtur að vita hvað lausaganga búfjár tekur mikin toll af gróðurríkinu á hverju ári, skrifi undir þennan milljarða samning án þess að setja skilyrði um að þeir beri sjálfir ábyrgð á offramleiðslunni. Lyktar þetta ekki af atkvæðakaupum bænda, rétt fyrir kosningar.
Hvernig bregst svo ríkisstjórnin við offramleiðslunni og öllum kostnaðinum sem af henni hefur hlotist í áratugi? Jú, hún gerir samning við bændur um enn meiri greiðslur úr ríkissjóði til aukinnar framleiðslu! Er einhver glóra í þessu!? Allir vita hvernig ástandið er í þessum málum. Guðni og landbúnaðarmafían gera allt sem þau geta til að hafa fé af skattborgurum til þess að þeir geti framleitt eins mikið og þeim dettur í hug án þess að þeir þurfi að bera kostnaðinn af umframframleiðslunni. Aftur á móti er það óskiljanlegt að fjármálaráðherra sem hlýtur að vita hvað lausaganga búfjár tekur mikin toll af gróðurríkinu á hverju ári, skrifi undir þennan milljarða samning án þess að setja skilyrði um að þeir beri sjálfir ábyrgð á offramleiðslunni. Lyktar þetta ekki af atkvæðakaupum bænda, rétt fyrir kosningar.
Athugasemdir
Sammála.
Það er alveg með ólíkinum hvað þessir bændur þurfa miklu meiri peninga sér til framdráttar, fram yfir okkur hin. Hjón á búi eru oftast í fullu starfi meðfram búi, sem þeir fá jú greitt með frá skattborgurum þessa lands. Og ríkið er jafnframt að borga með óþarfa af-og ofbeit, svo og gróður- og jarðvegseyðingu, með þessum framlögum frá okkur, þessari skattpíndu þjóð. Ég held að flestir landsmenn hugsi yfirleitt ekkert um þessi mál. Þeir halda bara að allt sé í lagi, allt svo "ósnert" og flott fyrir útlendinga sem koma frá gróðurvinjum heimsins og þrá að sjá kaldar eyðimerkur, til að hvlíla sín grænu augu. eða svo segja auglýsingar......og ekki ljúga þær, eða hvað? Við erum jú svo snobbuð fyrir þessum útlendingum, ekki satt?
Bestu kveðjur frá Akranesi.
Margrét Jónsdóttir
Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.