Nýtum land en níðum ei.

Rányrkjubúskapur eins og hann er stundaður hér, er níðsla á landi og glæpur gagnvart afkomendum okkar, því hún veldur rýrnun landgæða. Sífelldar viðgerðir landgræðslunnar á niðurnöguðum beitilöndum á hverju ári eftir á aðra milljón fjár og meir en hundrað þúsund hrossa, kostar okkur skattborgarana offjár. Endar ná ekki saman, hvað þá að eitthvað vinnist í baráttuni við uppblásturinn. Þó tekist hafi að rækta upp nokkur foksvæði á hundrað ára baráttu landgræðslunnar er landið enn að fjúka burt. Það sást greinilega í sumar hérna á suðurlandinu, þegar við fengum nokkra þurra sólskinsdaga. Fokið var svo mikið að úr lofti sáust oft ekki útlínur landsins.Sigurður Þórarinsson, okkar ástsæli náttúrufræðingur á síðustu öld, segir í grein 1961.„Meginorsök uppblástursins er hvorki að finna í eldsumbrotum né versnandi loftslagi. Maðurinn og sauðkindin eru meginorsök þess óhugnanlega uppblásturs, sem án afláts hefur rýrt vort dýrmætasta gróðurland í „Íslands þúsund ár“.“Eina sæmandi gjöfin frá okkur til landgræðslunnar á 100 ára afmælinu væri loforð um að stundaður yrði ræktunarbúskapur á þessu stórskemmda landi. Svo hún sjái fullan árangur erfiðis síns í framtíðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Herdís!

Þakka þér kærlega allar greinar hér og í dagblöðum undanfarið. Þær eru allar orð í tíma töluð. Framtíðin mun þakka þér þó nútíminn þekki ekki sinn vitjunartíma.

Þú ert hetja hins þögla meirihluta.

Margrét Jóndsóttir

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 16:03

2 identicon

Ég held að þu verðir að finna annað fornarlamb en blessað lambið eða sauðkindina

og kanski að kinna þer betur hvað þær eru margar þvi þær eru nu bara rett um 100000 þus. og allur hrossastofnin her og erlendis er lika a svipaðri tölu. og ef þessar fáu skátur eru búnar að eyðileggja allt hálendið sem þær fara ekki einusinni um allt hálendið. Og ef forfeður okkar voru með svona margar kindur hversvegna voru þeir þa að deyja ur sult. ónitjað land er ónytt land það kemur í það mosi og goð norðan att og það fykur. Eg legg til að þu kinnir þer málin betur það er líf fyrir utan Rauðavatn og Kjalanes

Guðni Vilhjálmsson

Guðni Vilhjálmsson (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 20:43

3 identicon

Góðan daginn.

Ég er nú bara hissa á því að þú sért að styðjast við grein frá árinu 1961!!! Er landið ekki aðeins búið að breytast síðan þá til hins betra?

Kveðja,

Bjarni Arnar

Bjarni Arnar (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 11:23

4 identicon

Ég vil afsaka rangt innlegg þær eru blessaðar skjáturnar 440000

Guðni Vilhjalmsson (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband