GÖMUL GREIN- Við óskum nýju ríkisstjórninni til hamingju

Við óskum nýju ríkisstjórninni til hamingju, um leið og við vonumst til að hún verði bæði landi og þjóð til farsældar.Mörg mál bíða úrlausnar efnahags og velferðarlega, en eitt er það mál sem ætti að hafa allan forgang og þolir enga bið lengur, en það er uppblásturinn og gróðureyðingin á landinu sem stöðugt rýrir landgæði og er glæpur gagnvart komandi kynslóðum. Þessi rányrkja sem hélt lífinu í forverum okkar sem áttu ekki annara kosta völ, hefur kostað landið meir en helming gróðurhulunnar, auk þess sem afgangurinn er víða í sárum sem stöðugt blæðir úr. Gróðurmoldin fýkur á haf út og sandurinnmyndar stöðugt stærri eyðimerkur, kæfir gróður og færir í kaf óbætanleg náttúruverðmæti svo sem Lakagýga, dymmuborgir, ódáðahraun o.f.lÞó að landgræðslan hafi unnið stöðugt að uppgræðslu í 100 ár og bjargað mörgum svæðum frá örfoki þá hefur hún ekki undan eyðingaröflunum. Hún hefur þurft að vinna Bakkabræðra vinnu með rányrkjuna á nátturugróðrinum á hælunum. Hún hefur þurft að eyða helmingi af sínum litlu fjármunum í endalausar girðingar eingöngu  vegna lausagöngu búsmala. Er þetta okkur sæmandi að láta skepnur éta undan okkur landið að óþörfu, einungis vegna ráðleysi ráðamanna og ótta við að missa athvæði bænda, ef ætlast væri til af þeim að þeir stunduðu ræktunarbúskap í stað rányrkju, og bæru ábyrgð á sýnum skepnum á egin landi og e.t.v. völdum afgirtum beitarhólfum sem þeir bæru ábyrgð á að yrðu ekki örfoka eins og mörg afréttalönd þeirra hafa orðið. Þessu stríði við landið okkar verður að ljúka strax. Annars töpum við stríðinu og eyðingaröflin hafa vinninginn. Sandurinn tekur völdin og við rænulaus þjóð, sitjum eftir á örfoka landi með nokkur víggirt uppgræðslusvæði eins og vinjar í eyðimörkinni sem þurfa einnig að berjast fyrir tilveru sinni vegna ágangs sandsins. Er þetta ásættanleg framtíðar sýn.? Vaknið bændur og ráðamenn. Komandi kynslóðir munu halda að við höfum verið frávita að fara svona með landið að óþörfu á  21.öldinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl vertu. Mér finnst þetta skritið því bændur hafa verið mjög duglegir að græða upp land með því að taka umfram rúllur og fara með þær á sanda til að hefta uppblástur. Það er greinilegt að það er einhvað að hjá þér vinan. Verkenfið Bændur græða landið hefur virkað mjög vel. Svo menga nú allir mjög mikið sem veldur upphitun jarðar sem hefur breytt veðri hefur einhver áhrif. Hættu að kenna kindini um það sem er þér að kenna líka með mikil neyslu.

Kv. Gunnar

Gunnar Haraldsson (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband