SLÆM ER SAUÐKINDIN FYRIR GRÓÐURINN EN GEITIN ER SÝNU VERRI.

 Á hinu háa Alþingi flutti þingmaður þingsályktunartillögu um að fela landbúnaðráðherra að beita sér fyrir eflingu íslenska geitarfjárstofnsins.Stofninn sem kom með landnámsmönnum hafi verið einangraður hér síðan og sé því”einstakur í sinni röð fyrir hreinleika sakir.”Ég man ekki betur en ég hafi nýlega lesið um vandræði vegna úrkynjunar stofnsins því hann sé orðin allt of skyldur innbyrðis.Lagt er til í tillöguni að bændur fái tímabundna hækkun á greiðslu fyrir hverja geit og hafnar verði rannsóknir á erfðamengi hennar.Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir mögulegt að búa til fósturvísa og flytja milli sauðfjárveikivarnarsvæða en það kosti mikið og þurfi að styðja með opinberu fé.Landbúnaðarráðherra segir að við viljum ekki missa stofninn niður.Gallinn er sá ,að geitin er skaðræðisskepna á viðkvæman gróður,slæm er sauðkindin sem er að ljúka við að klára kjarr og náttúrulegan blómgróður landsinns með áframhaldandi rányrkju,en geitin nagar alveg niður í rót .Geitin er létt á fæti og stekkur yfir allar girðingar og klifrar í klettum og gæti ugglaust náð að naga niður fallegar hríslur á sillum og í  gilum þar sem sauðkindin hefur ekki komist að.Á meðan lausaganga búfjár er stumduð hér, með allt of mikin bitvarg á landinu stöðugt til skaða, ættum við að fara varlega í það að að fjölga geitinni nema fækka þá sauðkindinni um leið sem löngu er tímabært. Margar eyðimerkur hér og út um heim hafa myndast vegna ofbeitar og hjarðmennskubúskapar,sem enn er stundaður víða um heim en er löngu afnumin hjá þjóðum sem telja sig siðmenntaða og vernda sitt gróðurríki fyrir lausbeisluðum bitvargi.Menn mega hafa eins margar rollur og geitur og hestastóð eins og þeir vilja svo fremi að þeir haldi þeim á sínum heimalöndum og í girðingum.Við viljum ekki lengur borga fyrir endalausar viðgerðir á sárum í ofbeittu landinu og örvæntingarfulla baráttu við uppblásturinn á meðan rányrkjan eltir uppi árangurinn Landsmenn látið í ykkur heyra,þetta ástand er tímaskekkja.                      Herdís Þorvaldsdóttir leikkona og  fyrrverandi formaður Lífs og lands.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í tímaritinu Time fyrir ca 20 árum var nokkurra blaðsíðna úttekt á því hverjir væru bestu vinir eyðimarkanna. Ég man bara hvað tvennt var efst á listanum. 1. Geitin. 2. Sauðkindin. Ekki virtist spáð í nyrstu löndin en mig grunar að hreindýrin séu ekki skárri.

Ómar Ragnarsson, 31.1.2008 kl. 21:16

2 identicon

Húrra tengdamamma! Flott, satt og hræðilega rétt.

Sigurjon Benediktsson (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 22:12

3 identicon

Ég var staddur í Danmörku ekkert fyrir löngu og fór það á eitt Geitabú, þar er framleidd geitamjólk og svo er líka kjötframleiðsla. Konan sem á og rekur búið segir að hún vilji helst stækka sig en hún er með 500 geitur. hún er með þær á beit frá apríl og fram í október, með henni er fylgst og geitunum hennar og vel passað að ekki sé ofbeitt hjá henni. vitið að það eru einungis 400 geitur á Íslandi og okkur ber skilda að halda þeim stofni uppi. ég held stundum að þegar þú hefur verið lítil stúlka Herdís að þá hafi kind stangað þig og þú sért enn sár. farðu nú að hætta þessu.

Dagbjartur Ketilsson (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband