12.6.2007 | 19:06
VITNAÐ Í ÁHUGASAMAR GREINAR.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2007 | 18:41
Af hverju er ég að blogga á netinu?
Mér finnst ég þurfa að koma þessu alvarlegasta vandamáli okkar uppblæstrinum og gróðureyðingunni á landinu í umræðu.Hvers vegna höldum við áfram miðalda rányrkjubúskap í dag að óþörfu, þó að reynslan sé búin að sýna okkur að hún er búin að gera landið að verst farna landi af búsetu sem þekkist a.m.k.í Evrópu. Við eyðum milljarða tugum í uppgræðslu í 100ár, án þess að reyna að stöðva aðal skaðvaldinn a.m.k 1.000.000 fjár og a.m.k 100,000 hross valsandi stjórnlaust um gróðurlöndin allt sumarið þefandi upp allan nýgræðing sem reynir að skjóta rótum og klæða sárin. Beitin er stjórnlaus og án nokkurrar ábyrgðar eigenda. Þetta er aðal orsökin fyrir stöðugu undanhaldi sem sést m.a.annars á því að hvar sem fé fækkar eða er skorið niður vegna ryðu á ákveðnu svæði,fer gróðurinn sjáanlega fljótlega að taka við sér.Sárin á landinu eru orðin svo stór að uppblásturinn úr þeim er orðið svo alvarlegt vandamál að margar okkar dýrustu náttúruperlur eru í hættu vegna áfoks.Kæru lesendur ef þið haldið að þetta séu ýkjur um ástandið og ég viti ekki staðreyndir,þá skuluð þið fylgjast með þessum pistlum því ég ætla að koma með ótal sannanir frá sérfræðingum máli mínu til stuðnings. Hugsið málið.
Perlur eru í mikilli hættu vegna áfoks.
Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir góð svör og stuðning hérna í athugasemdum á bloggsíðunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2007 | 21:23
Um sauðkindina og landið - gömul grein
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
7.6.2007 | 21:59
Stöðug eyðing á gróðurþekju landsins
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.5.2007 | 13:49
Margt skrýtið í kýrhausnum
Er þjóðin í álögum? Hvernig getur annars staðið á því að þeir sem vinna að gróðurvernd eða skógrækt eða menntað fólk í náttúruvísindum virðist ekki hafa, eða vill ekki hafa, hugmynd um hörmulegt ástand gróðurlendisinns á landinu okkar, þó það sé vitnað í það í erlendum náttúruritum sem skemmdasta land af búsetu. Með stærstu manngerðar eyðimerkur af manna völdum og þarf að fara til Norður-Afríku til samjafnaðar.
Er þessi skömm feimnismál í skólakerfinu? Ekki björgum við restinni af gróðrinum og gróðurmoldinni, okkar dýrustu eign, með lokuð augu. Þessir fræðingar ættu að opna augun fyrir staðreyndum og horfa í kring um sig á öll sárin og gróður og kjarrleifarnar sem berjast fyrir lífi sínu á viðkvæmum svæðum, fyrir ágangi 1.000.000 fjár og á annað hundrað þúsunda hrossa sem naga gróðurinn stjórnlaust um landið allt sumarið, og enginn ber ábyrgð á afleiðingunum fyrir landið.
Þið sem hafið lært og búið ykkur undir lífið, við að sinna umhverfismálum, er ekki brýnt erindi fyrir ykkur að byrja á grunn vandamálinu, sem allt annað byggist á, baráttu fyrir stöðvun stöðugrar rányrkju sem heldur allri viðleitni til landgræðslu í tapi? Að vinna að áætlunum og fræðslu um náttúruvernd við þessar aðstæður er eins og að byggja hús án þess að byrja á grunninum, eða prjóna flík sem stöðugt er rakið neðan af. Hvaða árangri skilar það? Er ásættanlegt að vinna við slíkar aðstæður? Ég veit að við sjálft tregðulögmálið" er að etja, en það má þó reyna að vekja samvisku þeirra sem eiga að sjá til þess að við skilum ekki landinu stöðugt skemmdara í hendur afkomendum okkar.
Það væri kannski meiri von í að ráðamenn hlustuðu frekar á ykkur fræðingana en einn og einn hrópanda í eyðimörkinni.
Það er sannarlega kominn tími til að þið látið í ykkur heyra.
Höfundur er leikkona og fyrrverandi formaður Lífs og lands.
Fréttablaðið 24.05.2007
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)