Ótrúlegt langlundargeð náttúrufræðinga.

Það er með ólíkindum hvað íslenskir náttúrufræðingar og allir sem vinna að náttúruvernd, skógrækt eða landgræðslu hafa mikið langlundargeð varðandi rányrkju og hjarðbúskap á landinu. Með bitvarginn á hælunum, sem hefur gert þeim marga skráveifuna, þurfa þeir að víggirða hvern gróðurreit sem á að vernda eða græða upp. Óhemju kostnaður fer í girðingarreiti sem falla illa að berangrinum í kring.Getur virkilega verið að allir þessir fræðingar sætti sig við þetta óþarfa og fáránlega miðaldar búskaparlag sem stöðugt gengur á gæði landsins? Hver er ástæðan? Erum við í álögum? Það er vel hægt að búa á þessu blessaða landi með þær skepnur sem við þurfum á að halda, án þess að halda áfram að hjálpa eyðingaröflunum að rýra það sem eftir er af náttúrulegu gróðurþekjunni. Skepnunar eru of margar, á aðra milljón. 1400 tonn af kjöti voru afgangs í haust. Það þýðir að hátt í sextíu þúsund skepnur hafa nagað landið að óþörfu allt sumarið í fyrra og álíka offramleiðsla er á hverju ári. Er eitthvað vit í þessu? Búfé þarf að vera á völdum girtum svæðum og á ábyrgð eigenda sinna. Þessi tímaskekkja, lausaganga búfés bænda um landið, veldur því að strax á vorin þegar gróðurinn fer að taka við sér og blómin að spretta eru á aðra milljón fjár auk hestastóðs hleypt á nýgræðinginn og blómplönturnar, sem eru þeirra fyrsta val. Svo þegar við förum að ferðast um landið í sumarfíinu okkar er búið að hreinsa úr vistlandinu megnið af blómskrúðinu og sumar jurtir koma aldrei aftur. Staðreyndin er sú, eins og Náttúrufræðistofnun hefur sannað, að ótal blómplöntur hafa algerlega horfið úr beitilandinu og að á annað hundrað þyrftu görgæslu við, en ekkert hefur verið gert þeim til bjargar þrátt fyrir þessa vitneskju. Þetta hljóta náttúrufræðingar að vita. Finnst þeim þetta ásættanlegt? Af hverju minnast þeir aldrei á að þessi rányrkja sem stunduð er á landinu verði að hætta ef afkomendur okkar eiga ekki eftir að taka við blómlausu og tættu landi. Við hvað eru þeir hræddir? Nú er framsókn ekki við völd, svo nú væri færi fyrir náttúruverndar fólk að mynda samtök og skora á ráðamenn að taka á þessum málum. Koma á ræktunarbúskap og hjálpa bændum að búa með reysn í landinu í stað þess að valda því óbætanlegan skaða. Það er löngu orðið tímabært. HVAÐ FINNST YKKUR?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband