Færsluflokkur: Bloggar

Landbúnaðarháskóli gerir engar athugasemdir við rányrkju á landinu.

 Landbúnaðarskóli sem ekki leggur neina áherslu á þá sjálfsögðu staðreynd að landnot,verði að vera í sátt milli manns og náttúru og það sé glæpur gagnvart framtíðinni að stunda rányrkju,hlýtur að vera í öngstræti.Það vantar að styrkja grunnin,landið sjálft sem öll landnýting byggist á Okkar búskapahættir hafa eytt stærstum hluta gróðurlendisins og við erum orðin þekkt fyrir að státa af verst farna landi af búsetu sem þekkist og það í aðeins 1100 ár.Þrátt fyrir þessa staðreynd höldum við áfram rányrkjubúskapnum þó í óefni sé komið fyrir löngu.HVERS VEGNA? Fræðingar í öllum þessum náttúrufræðistofnunum,dunda sér við eilífar rannsóknir innan sinna veggja eða girðinga en gera enga kröfu um að þær verði að einhverju gagni.Komið verði á ræktunarbúskap með skepnur í vörslu sinna eigenda.Því þá fyrst er hægt að nýta rannsóknirnar landinu til góða,fyrr ekki HVAÐA GAGN ER AF RANNSÓKNUM EF EKKI FYLGJA AÐGERÐIR TIL ÚRBÓTA.Landgræðslan veit vel við hvaða fáránlegu skilyrði hún þarf að vinna, í stöðugu kapphlaupi við ofbeitina. peningana okkar á að nota í að græða upp friðað landið,en bændur sæju um sínar skepnur og sjálfbæra nýtingu á sínum jörðum.,í stað þess að beita þeim stjórnlaust á landið.Á aðra miljón fjár rífur í sig allt það viðkvæmasta og fallegasta sem það nær til svo sem nýgræðingin og blómplönturnar allt sumarið.Í dag borgum við þeim jafnvel fyrir að rækta upp skemmdir á sínum eigin jörðum ,með áburði fræjum og jafnvel skógarplöntum í skjólveggi.Það er með eindæmum,hvað þessi úrelti sauðfjárbúskapur, kostar okkur skattborgarana,ekki síst vegna þess að bændur eru of margir að framleiða of mikið.Samt fá þeir sínar beingreiðslur frá ríkinu og rétt fyrir kosningarnar, bónus upp á 16 milljarða næstu 6 árin ( landgræðslan fékk 14 miljarða í 100 ár )til að styrkja meiri offramleiðslu landinu til skaða Dýr atkvæðakaup það!.Það verður að gera ráðstafanir til að búa í þessu landi án þess að ganga stöðugt á rýrnandi gróðurríkið og skila því í tætlum til afkomenda okkar,vegna stundarhagsmuna. Það er landníðsla og okkur ekki samboðið.Vaknið af þessum rænuleysisdoða og stöðvið ósóman hann á eftir að leggjast þungt á herðar komandi kynslóða. Skáldið Bóluhjálmar orti kvæði í tilefni konungskomu hingað til lands á 19 öld. hann fékk ekki að flytja það, Það þótti níð um landið.Það hefst á þessum orðum ”Sjá nú hvað eg er beinaber,. brjóstin visin og fölar kinnar Er ekki sami feluleikurinn enn í gangi, til að þurfa ekki að roðna af skömm yfir ástandinu? Landbúnaðarháskólin bíður hingað á námskeið fólki frá löndum sem eiga víð uppblástur í löndum sínum að stríða,til að kenna þeim að rækta það upp.Vissulega hefur landgræðslan öðlast mikla reynslu í sinni vonlausu baráttu við eyðingaröflin,þó sígur enn á ógæfuhliðina,vegna þess að aðal skaðvaldurinn fornaldar rányrkjubúskapurinn er enn stundaður. Skyldi námsfólki vera sagt frá því að þeir séu að læra hjá þjóð sem vinnur eins og Bakkabræður forðum,ausa í botnlausa tunnu? Herdís Þorvaldsdóttir leikkona og frv. form .Lífs og lands.

Gerspillt land af manna völdum, og því mengunarverksmiðja.

  Hernaðinum gegn landinu er haldið áfram sleitulaust. Ísland er land í tötrum. 65% af upphaflegu gróðurlendi er horfið, og afgangurinn víða illa á sig kominn. Þegar gróðurinn hverfur, hverfur kolefnisbindingin og súrefnismyndunin. Í stað þess hefst rotnun lífrænna efna í jarðveginum, og þaðan streyma síðan gróðurhúsalofttegundirnar. Um 77% af mýrlendinu erum við búin að eyðileggja. Þegar mýrarnar eru ræstar fram breytast þær í mikilvirka verksmiðju og afurðin er gróðurhúsalofttegundir; koltvísýringur, metan og tvíköfnunarefnisoxíð. Rannsóknir sýna að þessi losun er veruleg, og umtalsverð af þeirri síðastnefndu en hún er 310 sinnum skaðlegri en koltvísýringurinn.Rannsókn á mengun frá þessu skemmda landi stendur yfir í samvinnu við háskólann í Gautaborg. Það skyldi þó ekki vera að mengunin úr þessu skemmda landi sé meiri en frá allri annarri starfsemi okkar. Þessi eyðilegging sem er nú að vitnast um að veldur svona mikilli mengun á eftir að breyta forsendum í samkomulögum þeim sem við rituðum undir, Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna og Kýoto-bókuninni, þar sem skylda okkar var að greina frá allri mengun af manna völdum. Ekki bara frá bílum, skipum, stóriðju og öðru slíku. Af hverju er aldrei minnst á þessa vá þegar talað er um mengun sem við völdum? Er þessi smán okkar, hvernig við förum með landið, feimnismál vegna samvisku getulausra og hræddra stjórnmálamanna við að þurfa að takast á við vandann. Geta þeir með góðri samvisku endað sinn stjórnmála feril sáttir við ástandið. Þeir höfðu þó tækifæri til að vinna að því að bjarga landinu okkar. Bjarga því frá að missa enn meira af þeim tætingslega náttúrugróðri sem ennþá er óuppétinn eða niður traðkaður af allt of mörgum skepnum, af óþörfu og öllum til skaða?Stjórnlaus beit og offramleiðsla, af hverju? Spyrji hver sína samvisku. Hvað eru gróður- og náttúruverndarvinirnir sem hrópa hæst um verndun náttúrunnar að gera í þessu stærsta vandamáli landsins, gróðureyðingunni. Framtíðarlandið, Vinstri grænir o.f.l. hrópa allir í kór: „stöðvið virkjanir“, sem eru þó aðeins á nokkrum smá blettum á landinu, en minnast aldrei á að stöðva verði uppblásturinn og rányrkjuna, sem skaðar allt landið og veldur jafnvel meiri mengun en álverin. Þvílík blinda og hræsni. Er ástæðan e.t.v. sú að þeir sem hafa stundarhagsmuni af rányrkjubúskapnum standa vörð gegn öllum umræðum og breytingum á ástandinu? Hver gæti ástæðan verið önnur þar sem þetta þjóðþrifamál kemur þó öllum öðrum landsmönnum til góða? Og að lokum vil ég vitna í sérfræðing máli mínu til stuðnings:„Meginorsök uppblástursins er hvorki að finna í eldsumbrotum né versnandi loftslagi. Maðurinn og sauðkindin eru megin orsök þess óhugnanlega uppblásturs sem án afláts hefur rýrt vort dýrmæta gróðurland í Íslands þúsund ár.“ - Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur 1961. Úr bók Landgræðslunnar, Græðum Ísland 1987. Herdís Þorvaldsdóttir,leikkona og frv. form. Lífs og lands

UPPÉTNA OG MISÞYRMDA, FAGRA LANDIÐ OKKAR

Já það var fagurt og frítt í árdaga og smjör draup af hverju strái, þangað til mannskepnan með sína frumstæðu sjálfbjargarþörf og græðgi, eignaði sér gósenlandið og fóru „í víking“ við gróðurinn strax í upphafi. Hjuggu og brenndu skógana og skepnur gengu þar sjálfala allt árið, svo helmingur skóglendisins var horfinn eftir aðeins fyrstu 200 árin. Síðan fór að síga á ógæfuhliðina og smátt og smátt fóru eyðingaröflin að ná yfirhöndinni þar sem alltaf var tekið án þess að gefa neitt í staðinn. Þessu höfðu menn á þeim tíma lítinn skilning á. Auðlindir jarðar voru í þeirra augum ótakmarkaðar. Eftir því sem aldir liðu rýrnuðu stöðugt landkostir og fátæktin jókst. En engin tók samt við sér í 11aldir, ekki fyrr en í óefni var komið og fjöldi jarða voru horfnar í sand og fleiri í hættu. Þá tóku nokkrir framsýnir menn þá ákvörðun að eitthvað yrði að gera í málunum. Sandgræðsla Íslands var stofnuð 1907 og einn maður var ráðinn í sandgræðsluna yfir sumarmánuðina. Margar voru úrtölurnar og efasemdirnar um að eyða peningum í svona vonlaust verk. Smátt og smátt fór þó að sjást árangur af því að minnka sandfokið með girðingum og melgresi. Miljónir tonna af gróðurmold, okkar dýrasta fjársjóði, hafa fokið á haf út og tínst eftir að gróðurinn var horfinn. Líflaus grjóturð og eyðimerkur þekja stór svæði á landinu sem enn valda miklu foki til skaða hvenær sem hreyfir vind á þurrum dögum. Þetta  kom berlega í ljós í sumar, þegar komu nokkrir þurrir góðvirðisdagar. Fokið var svo mikið sérstaklega á suðurlandinu að ekki sáust mörk úr lofti hvar strönd og sjór mættust. Greinar birtust um það í blöðum að landið væri að fjúka burt, en ekki sáust nein viðbrögð landsfeðranna að gagni frekar en vant er, og þó var 100 ára afmæli landgræðslunnar haldið í haust, með mikilli sjálfs ánægju ráðamanna yfir þeim mikla árangri sem landgræðslan hefði náð og þeim 14miljörðun sem hún hefði fengið í þessi 100 ár. Á sama tíma fá sauðfjárbændur 16 miljarða á næstu 6 árum til að auka framleiðslu á kjöti sem þegar er of mikil, fyrir utan landspjöllin sem af því hlýst.Satt að segja hefur landgræðslan þurft að vinna hálfgerða bakkabræðra vinnu alla tíð með bitvarginn stöðugt á hælunum, helmingur af fjárframlögum hennar frá ríkinu (okkur skattborgurunum) hafa farið, af illri nauðsyn í gaddavírsgirðingar utan um svæði sem tekin hafa verið til ræktunar. Og stundum hafa bændur fengið þau afhent aftur til beitar, fyrir sínar rollur, þegar við vorum búin að rækta þau upp eftir rányrkjuna, á okkar sameiginlega landi. Er ekki löngu kominn tími til að hlífa þeim skemmda náttúrulega gróðri sem eftir er, og menn hafi sínar skepnur á sinni ábyrgð og eigin landi og beri sjálfir kostnað af endalausri offramleiðslu sem er óforsvaranleg bæði vegna landspjalla og kostnaðar. Bændur eruð þið ánægðir með að vera landníðingar? Rányrkja er landníðsla og þannig er búskapur ykkar stundaður enn í dag. Allar siðmenntaðar þjóðir í kring um okkur eru fyrir löngu síðan farnar að stunda ræktunarbúskap með sínar skepnur í girðingum.Oft halda talsmenn ykkar því á lofti að bændur græði landið, landgræðslan hefur komið á stofn átaki með aðstoð bænda við uppgræðslu, þeir fá grasfræ og áburð gefins og leggja til vinnu á sinni eigin jörð handa sínum eigin skepnum. Ef þeir vinna landgræðslustörf með landgræðslunni þó það sé til að græða uppnagaða beitarhaga eða afréttalönd fá þeir borgað fyrir sína vinnu eins og hverjir aðrir daglaunamenn.Við erum að verða að athlægi fyrir að láta éta undan okkur landið með frumstæðum hirðingjabúskap, en þykjumst geta kennt öðrum landgræðslu með okkar bakkabræðra aðferð. Einhvern tíma átta þeir sig á því hvaða vit-leysa hér er í gangi og það ennþá á tuttugustu og fyrstu öldinni. Henni er haldið við lýði af skammsýnum eigin hagsmunaseggjum sem taka ekkert tillit til framtíðarinnar, á þessu verst farna landi af búsetu. Flýtur á meðan ekki sekkur.Bændur og ráðamenn, sefur samviskan værum svefni?Hvar eru samtökin fagra Ísland? og önnur náttúruverndar félög, eru þau blind á öðru auga. Sjá þau aðeins reykinn úr fáeinum álverum sem skapa þó þjóðfélaginu tekjur og vernda aðra jarðarbúa frá miklu meiri mengun, en eru blind á orsakavald gróðureyðingarinnar á stærsta hluta landsins. Og það á meðan sand og moldskaflar eyða gróðri og stöðugt stækka eyðimerkurnar, sem eru þó þegar viðurkenndar sem þær stærstu manngerðu sem þekkjast. Óbætanlegar náttúrugersemar hverfa smá saman undir sand, þrátt fyrir ótrúlegan dugnað landgræðslunnar. Hluti af Dimmuborgum er horfinn í sand og stöðugt fýkur í Ódáðahraun og Lakagíga svo dæmi sé tekið. Þetta er brot á alþjóðasamþykkt sem samþykkt var á Ríó ráðstefnunni um það að engin þjóð hefði rétt á að eyðileggja náttúruundur sín. Það kæmi öllum heiminum við. Við felum alltaf skömmina og skrökvum því að öðrum þjóðum að við séum til fyrirmyndar.Eru þessir skammtíma hagsmunir þess virði? Afkomendur okkar munu krefjast svara. HVERS VEGNA FÓRUÐ ÞIÐ SVONA MEÐ GRÓÐUR LANDSINS ÞÓ ALLIR SÆJU HVERT STEFNDI?

SLÆM ER SAUÐKINDIN FYRIR GRÓÐURINN EN GEITIN ER SÝNU VERRI.

 Á hinu háa Alþingi flutti þingmaður þingsályktunartillögu um að fela landbúnaðráðherra að beita sér fyrir eflingu íslenska geitarfjárstofnsins.Stofninn sem kom með landnámsmönnum hafi verið einangraður hér síðan og sé því”einstakur í sinni röð fyrir hreinleika sakir.”Ég man ekki betur en ég hafi nýlega lesið um vandræði vegna úrkynjunar stofnsins því hann sé orðin allt of skyldur innbyrðis.Lagt er til í tillöguni að bændur fái tímabundna hækkun á greiðslu fyrir hverja geit og hafnar verði rannsóknir á erfðamengi hennar.Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir mögulegt að búa til fósturvísa og flytja milli sauðfjárveikivarnarsvæða en það kosti mikið og þurfi að styðja með opinberu fé.Landbúnaðarráðherra segir að við viljum ekki missa stofninn niður.Gallinn er sá ,að geitin er skaðræðisskepna á viðkvæman gróður,slæm er sauðkindin sem er að ljúka við að klára kjarr og náttúrulegan blómgróður landsinns með áframhaldandi rányrkju,en geitin nagar alveg niður í rót .Geitin er létt á fæti og stekkur yfir allar girðingar og klifrar í klettum og gæti ugglaust náð að naga niður fallegar hríslur á sillum og í  gilum þar sem sauðkindin hefur ekki komist að.Á meðan lausaganga búfjár er stumduð hér, með allt of mikin bitvarg á landinu stöðugt til skaða, ættum við að fara varlega í það að að fjölga geitinni nema fækka þá sauðkindinni um leið sem löngu er tímabært. Margar eyðimerkur hér og út um heim hafa myndast vegna ofbeitar og hjarðmennskubúskapar,sem enn er stundaður víða um heim en er löngu afnumin hjá þjóðum sem telja sig siðmenntaða og vernda sitt gróðurríki fyrir lausbeisluðum bitvargi.Menn mega hafa eins margar rollur og geitur og hestastóð eins og þeir vilja svo fremi að þeir haldi þeim á sínum heimalöndum og í girðingum.Við viljum ekki lengur borga fyrir endalausar viðgerðir á sárum í ofbeittu landinu og örvæntingarfulla baráttu við uppblásturinn á meðan rányrkjan eltir uppi árangurinn Landsmenn látið í ykkur heyra,þetta ástand er tímaskekkja.                      Herdís Þorvaldsdóttir leikkona og  fyrrverandi formaður Lífs og lands.  

 


Vitnað í sannanir fyrir skaðsemi fjárbeitar á villtan gróður.

       

Ef einhverjir sem hafa lesið aðvörunar greinar mínar í gegnum árin um skelfilega skaðsemi lausabeitar búfjár á viðkvæman villigróður landsinns og stækkandi eyðimerkur,hugga sig með því að ég viti ekki hvað ég er að segja og fari með íkjur og sé ekki fræðingur í náttúruvísindum þá ætla ég að vitna í alvöru fræðinga, um hvað þeir segja um áhrif rányrkjunnará landið.Því verðum við þó að trúa.Frá því landgræðslan tók til starfa fyrir hundrað árum,hafa allir sem að málinu hafa komið varað við rányrkjunni en þurft að berjast varnarbaráttu við uppgræðsluna með bitvarginn á hælunum og stöðugar viðgerðir á skemmdum beitarlöndum en þann dag í dag.Allt er þetta vegna skammsýni bændastéttarinnar og hugleysi ráðamanna,og þeirra fræðimanna sem vinna hjá ríkinu og verða að sætta sig við ástandið þegjandi, til að halda vinnunni.Og hér kemur fyrsta tilvitnunin úr riti landgræðslunar.Græðum Ísland og er úr grein eftir Andrés Arnalds. Hann segir að þar sem land hafi verið friðað fyrir beit búfjár með girðingum eða vegna breytingar á búsetu   hafi gróskan margfaldast á stuttum tíma ef náttúran hafi fengið tækifæri til að sýna gróðurmátt sinn.Fimm gróðurfræðingum beri saman um að þvílík hnignun landkosta sem hér hefur átt sér stað eigi sér fáar hliðstæður í heiminum á sögulegum tíma.hann segir að um landnám hafi allt að 65% landsinns verið þakið gróðri nú sé aðeins um fjórðungur eftir, sem hafi þó víða skipt um svip þar sem margar plöntutegundir hafi horfið úr beitilandinu oft þær viðkvæmustu og fallegustu,Nú sé aðeins um fjórðungur þakin gróðri mismunurinn hafi orðið gróðureyðingunni að bráð.Hann endar greinina með því að segja að þegar gróðursagan sé rakin sé ljóst að það séu ekki náttúruöflin sem skipti sköpum um framvindu hennar heldur sé það á okkar valdi að skrá sögu hennar svo sæmd sé að.tv.líkur.Ég spyr ykkur lesendur sem eigið afkomendur sem eiga eftir að lifa í þessu skemmda landi,segir samviskan ykkur ekki að það sé löngu komin tími til að stöðva skaðann af rányrkjunni og gefa landinu grið,svo hægt verði að snúa vörn í sókn.?Áframhald á vitnisburði sérfræðinga um eyðileggingu gróðurþekjunar vegna búskapahátta okkar munu halda áfram á næstunni.

GÖMUL GREIN- Við óskum nýju ríkisstjórninni til hamingju

Við óskum nýju ríkisstjórninni til hamingju, um leið og við vonumst til að hún verði bæði landi og þjóð til farsældar.Mörg mál bíða úrlausnar efnahags og velferðarlega, en eitt er það mál sem ætti að hafa allan forgang og þolir enga bið lengur, en það er uppblásturinn og gróðureyðingin á landinu sem stöðugt rýrir landgæði og er glæpur gagnvart komandi kynslóðum. Þessi rányrkja sem hélt lífinu í forverum okkar sem áttu ekki annara kosta völ, hefur kostað landið meir en helming gróðurhulunnar, auk þess sem afgangurinn er víða í sárum sem stöðugt blæðir úr. Gróðurmoldin fýkur á haf út og sandurinnmyndar stöðugt stærri eyðimerkur, kæfir gróður og færir í kaf óbætanleg náttúruverðmæti svo sem Lakagýga, dymmuborgir, ódáðahraun o.f.lÞó að landgræðslan hafi unnið stöðugt að uppgræðslu í 100 ár og bjargað mörgum svæðum frá örfoki þá hefur hún ekki undan eyðingaröflunum. Hún hefur þurft að vinna Bakkabræðra vinnu með rányrkjuna á nátturugróðrinum á hælunum. Hún hefur þurft að eyða helmingi af sínum litlu fjármunum í endalausar girðingar eingöngu  vegna lausagöngu búsmala. Er þetta okkur sæmandi að láta skepnur éta undan okkur landið að óþörfu, einungis vegna ráðleysi ráðamanna og ótta við að missa athvæði bænda, ef ætlast væri til af þeim að þeir stunduðu ræktunarbúskap í stað rányrkju, og bæru ábyrgð á sýnum skepnum á egin landi og e.t.v. völdum afgirtum beitarhólfum sem þeir bæru ábyrgð á að yrðu ekki örfoka eins og mörg afréttalönd þeirra hafa orðið. Þessu stríði við landið okkar verður að ljúka strax. Annars töpum við stríðinu og eyðingaröflin hafa vinninginn. Sandurinn tekur völdin og við rænulaus þjóð, sitjum eftir á örfoka landi með nokkur víggirt uppgræðslusvæði eins og vinjar í eyðimörkinni sem þurfa einnig að berjast fyrir tilveru sinni vegna ágangs sandsins. Er þetta ásættanleg framtíðar sýn.? Vaknið bændur og ráðamenn. Komandi kynslóðir munu halda að við höfum verið frávita að fara svona með landið að óþörfu á  21.öldinni.

Bullið um „óspillta“ náttúruna.

Sveinn Sigurðsson skrifaði grein í morgunblaðið í vor. Vegna þess að það sem hann segir þar er eins og talað úr mínu hjarta, langar mig að vitna í hana, enda hefur hún sjálfsagt farið fram hjá mörgum. Fyrirsögnin var”Bullið um “óspillt” landið”.Hann segir: “Á örskömmum tíma hefur okkur næstum tekist að útrýma næstum heilu vistkerfi í þessu landi en þeir sem nú fara mikinn í umhverfisumræðunni virðast ekki hafa af því neinar áhyggjur. Raunar opna þeir ekki munninn án þess að tala um “óspillta náttúru þessa lands, þvert ofan í allar staðreyndir.”Hann segir á öðrum stað: “Margur reynir að svæfa minnimáttarkennd með skrumi ,hið sanna í málinu vita þó allir sem vilja vita að Ísland er eina landið í Evrópu sem er gerspilltaf mannavöldum á umliðnum þúsund árum samtímis því að Evrópa hefur verið ræktuð upp. Með þessum orðum hófst fræg grein eftir Halldór Laxness sem hann birti í Morgunblaðinu á gamlársdag 1970.”Hernaðurinn gegn landinu” hét hún en þó hún vekti mikla athygli, fór því fjarri að henni væri tekið fagnnandi. Svo bágt fékk Nóbelskáldið fyrir, að sagt er að bækur þess hafi verið hálfgerð bannvara í sumum plássum lengi á eftir.”t.v.l.Enn þann dag í dag viljum við ekki horfast í augu  við þessa skömm. Af því að það snertir við forréttindum einnar stéttar í landinu, sem er þó ekki nema 1% þjóðarinnar í dag en hefur rétt til að rányrkja landið okkar með á aðra milljón fjár á lausabeit allt sumariðog hrossastóð oft á útigangi mest allt árið. Þetta er meira en viðkvæmur og niðurnagaður gróður landsins þolir án stöðugs undanhalds. Ég kenni huglausum og samviskulausum ráðamönnum frekar um ósóman en bændum. Hver vill missa sín forréttindi? Þó væri það bændastéttinni til mikils sóma að taka sjálfir frumkvæði í þessum málum. Stunda ræktunarbúskap á sínum jörðum, til að hlífa vistlandinu okkar allra frá frekari rýrnun blómjurta og kjarrs og auka árangur landgræðslunar sem þá þyrfti ekki að víggirða með ærnum kostnaði hvrrn reit sem tekin er til ræktunar. Hver vill liggja undir því ámæli að vera landnýðingur, því rányrkja er landníðsla? Ég hef þó vitneskju um að einhverjir bændur séu farnir að stunda ræktunarbúskap með sínar skepnur á eigin jörðum og er það mjög til fyrirmyndar. Framtíðin býður ekki upp á aðra búskaparhætti ef við ætlum ekki að búa hér á blómlausu beru og uppblásnu landi. Vaknið landsmenn og hjálpum landinu að skríðast sínum eginlega skóga og blómskrúða í friði fyrir lausráfandi bitvargi, á aðra milljón sauðfjár auk hundrað þúsunda hesta. Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona og f.v. formaður Lífs og Lands

Ótrúlegt langlundargeð náttúrufræðinga.

Það er með ólíkindum hvað íslenskir náttúrufræðingar og allir sem vinna að náttúruvernd, skógrækt eða landgræðslu hafa mikið langlundargeð varðandi rányrkju og hjarðbúskap á landinu. Með bitvarginn á hælunum, sem hefur gert þeim marga skráveifuna, þurfa þeir að víggirða hvern gróðurreit sem á að vernda eða græða upp. Óhemju kostnaður fer í girðingarreiti sem falla illa að berangrinum í kring.Getur virkilega verið að allir þessir fræðingar sætti sig við þetta óþarfa og fáránlega miðaldar búskaparlag sem stöðugt gengur á gæði landsins? Hver er ástæðan? Erum við í álögum? Það er vel hægt að búa á þessu blessaða landi með þær skepnur sem við þurfum á að halda, án þess að halda áfram að hjálpa eyðingaröflunum að rýra það sem eftir er af náttúrulegu gróðurþekjunni. Skepnunar eru of margar, á aðra milljón. 1400 tonn af kjöti voru afgangs í haust. Það þýðir að hátt í sextíu þúsund skepnur hafa nagað landið að óþörfu allt sumarið í fyrra og álíka offramleiðsla er á hverju ári. Er eitthvað vit í þessu? Búfé þarf að vera á völdum girtum svæðum og á ábyrgð eigenda sinna. Þessi tímaskekkja, lausaganga búfés bænda um landið, veldur því að strax á vorin þegar gróðurinn fer að taka við sér og blómin að spretta eru á aðra milljón fjár auk hestastóðs hleypt á nýgræðinginn og blómplönturnar, sem eru þeirra fyrsta val. Svo þegar við förum að ferðast um landið í sumarfíinu okkar er búið að hreinsa úr vistlandinu megnið af blómskrúðinu og sumar jurtir koma aldrei aftur. Staðreyndin er sú, eins og Náttúrufræðistofnun hefur sannað, að ótal blómplöntur hafa algerlega horfið úr beitilandinu og að á annað hundrað þyrftu görgæslu við, en ekkert hefur verið gert þeim til bjargar þrátt fyrir þessa vitneskju. Þetta hljóta náttúrufræðingar að vita. Finnst þeim þetta ásættanlegt? Af hverju minnast þeir aldrei á að þessi rányrkja sem stunduð er á landinu verði að hætta ef afkomendur okkar eiga ekki eftir að taka við blómlausu og tættu landi. Við hvað eru þeir hræddir? Nú er framsókn ekki við völd, svo nú væri færi fyrir náttúruverndar fólk að mynda samtök og skora á ráðamenn að taka á þessum málum. Koma á ræktunarbúskap og hjálpa bændum að búa með reysn í landinu í stað þess að valda því óbætanlegan skaða. Það er löngu orðið tímabært. HVAÐ FINNST YKKUR?

Nýtum land en níðum ei.

Rányrkjubúskapur eins og hann er stundaður hér, er níðsla á landi og glæpur gagnvart afkomendum okkar, því hún veldur rýrnun landgæða. Sífelldar viðgerðir landgræðslunnar á niðurnöguðum beitilöndum á hverju ári eftir á aðra milljón fjár og meir en hundrað þúsund hrossa, kostar okkur skattborgarana offjár. Endar ná ekki saman, hvað þá að eitthvað vinnist í baráttuni við uppblásturinn. Þó tekist hafi að rækta upp nokkur foksvæði á hundrað ára baráttu landgræðslunnar er landið enn að fjúka burt. Það sást greinilega í sumar hérna á suðurlandinu, þegar við fengum nokkra þurra sólskinsdaga. Fokið var svo mikið að úr lofti sáust oft ekki útlínur landsins.Sigurður Þórarinsson, okkar ástsæli náttúrufræðingur á síðustu öld, segir í grein 1961.„Meginorsök uppblástursins er hvorki að finna í eldsumbrotum né versnandi loftslagi. Maðurinn og sauðkindin eru meginorsök þess óhugnanlega uppblásturs, sem án afláts hefur rýrt vort dýrmætasta gróðurland í „Íslands þúsund ár“.“Eina sæmandi gjöfin frá okkur til landgræðslunnar á 100 ára afmælinu væri loforð um að stundaður yrði ræktunarbúskapur á þessu stórskemmda landi. Svo hún sjái fullan árangur erfiðis síns í framtíðinni.

Svar frá mér

Nokkrir gestir hér á blogginu að undanförnu, hafa svarað skrifum Margrétar Jónsdóttur um umhverfismál og verið með aðdróttanir um það að hún vissi ekki um hvað hún væri að fjalla í sambandi við skaðsemi og óhemju kostnað við rányrkjubúskapinn á landinu. Ég er henni algerlega sammála, enda er hún búin að koma með sannanir fyrir stórskemmdum afréttalöndum víða, af beit, sem beðið var um. Ég hef kynnt mér ástand gróðureyðingarinnar á landinu í meir en 20 ár, meðal annars með upplýsingum úr bókum og ritum landgræðslunnar (hafið þið gert það?) fengið upplýsingar hjá Ingvari Þorsteinssyni náttúrufræðingi sem hefur unnið við að kortleggja gróður landsins í fjölda ára. Einnig er ég í stöðugu sambandi við landgræðsluna, sem hefur þrátt fyrir mikinn árangur í uppgræðslu orðið að vinna eins og bakkabræður við að gera við skemmdir á götóttri flík sem stöðugt er rakið meira neðan af. Umgengni okkar við landið hefur gert það að skemmdasta landi af búsetu sem þekkist og er oft vitnað til þess í útlendum náttúrufræði ritum. Lífsskilyrðin voru oft erfið og fáfræðin mikil. Því er ekki til að dreifa í dag og þess vegna ófyrirgefanlegt að hlífa ekki gat slitinni gróðurhulu landsinns og koma á nútíma ræktunarbúskap með skepnur í vörslu eigenda sinna á þeirra eigin landi, ekki okkar hinna, sem verðum svo að borga skemmdirnar. Þá væri loksins hægt sé að rækta upp landið af viti.

 Herdís Þorvaldsdóttir



Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband