Af hverju er ég að blogga á netinu?

Mér finnst ég þurfa að koma þessu alvarlegasta vandamáli okkar uppblæstrinum og gróðureyðingunni á landinu í umræðu.Hvers vegna höldum við áfram miðalda rányrkjubúskap í dag að óþörfu, þó að reynslan sé búin að sýna okkur að hún er búin að gera landið að verst farna landi af búsetu sem þekkist a.m.k.í Evrópu. Við eyðum milljarða tugum í uppgræðslu í 100ár, án þess að reyna að stöðva aðal skaðvaldinn a.m.k 1.000.000 fjár og a.m.k 100,000 hross valsandi stjórnlaust um gróðurlöndin allt sumarið þefandi upp allan nýgræðing sem reynir að skjóta rótum og klæða sárin. Beitin er stjórnlaus og án nokkurrar ábyrgðar eigenda. Þetta er aðal orsökin fyrir stöðugu  undanhaldi sem sést m.a.annars á því að hvar sem fé fækkar eða er skorið niður vegna ryðu á ákveðnu svæði,fer gróðurinn sjáanlega  fljótlega að taka við sér.Sárin á landinu eru orðin svo stór að  uppblásturinn úr þeim er orðið svo alvarlegt vandamál að margar okkar dýrustu náttúruperlur eru í hættu vegna áfoks.Kæru lesendur ef þið haldið að þetta séu ýkjur um ástandið og ég viti ekki staðreyndir,þá skuluð þið fylgjast með þessum pistlum því ég ætla að koma með ótal sannanir frá sérfræðingum máli mínu til stuðnings. Hugsið málið. 

Perlur eru í mikilli hættu vegna áfoks.

Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir góð svör og stuðning hérna í athugasemdum á bloggsíðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Herdís!

Þú ert að velta því fyrir þér hvort við getum gert eitthvað róttækt til að vekja athygli á málstað okkar. Mér dettur í hug skólakerfið. Sjálf gekk ég í Kennaraskólann fyrir margt löngu og þá voru svona umhverfismál ekki í umræðunni. Aftur á móti var lögð rík áhersla á átthagafræði sem fólst í því að kenna börnunum um pál og reku, svo og meisa, laupa og hrip og fleira sem ég man ekki lengur. Sem sagt.........allt úr sveitinni til forna. Seinna fórum við á námskeið og tileinkuðum okkur  ný vinnubrögð í að koma sveitarómantíkinni til skila. Síðan komu til sögunnar heimsóknir á bæi og ferðir í réttir og mjólkurstöðvar. Allt mjög fróðlegt og skemmtilegt og við tókum heilshugar þátt í þessum ferðum. Fengum líka alltaf frábærar móttökur og minningin er dásamleg fyrir okkur öll.

 Og svo nú það nýjasta.......bændur koma sjálfir í heimsókn og segja frá lífinu í sveitinni. Bara allt mjög gott mál að halda uppi tengslum við sveitina.

En...................nú dettur mér lika ráð í hug. Við gerum bara eins og þeir. Við komum þessu verkefni okkar inn í Kennaraháskólann og síðan inn í námsefni skólanna. Að sjálfsögðu komum við svo í heimsókn og flytjum okkar mál með glás af myndum í farteskinu. Fáum okkar allra bestu fræðinga í þessum efnum í skólaheimsóknir og ................já, bara nefndu það........ Við förum í ferðalög og kennum þeim um núverandi ástand á landsins gróðri og að sjálfsögðu um fyrverandi ástand hans.

Nú þurfum við bara að auglýsa eftir góðum ljósmyndurum og textahöfundum og kíla svo á þetta. Við gerum bara eins og bændur...............við hefjum áróður, okkar máli til stuðnings.

Bestu kveðjur,

Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband