Rányrkjubúskapur á stórskemmdu landinu okkar

Það eru alltaf að koma fram nýjar og ógnvekjandi upplýsingar um það hvað við erum að gera landinu okkar næstum óbættanlegan skaða fyrir framtíðina og afkomendur okkar, með því að stunda rányrkjubúskap ennþá á stórskemmdu landinu.
Þröstur Eysteinsson skógfræðingur var að flytja erindi á Húsavík. Þar kom fram að þessar 1.000.000 kindur sem naga gróðurinn allt sumarið, éta þvílíka býsn að þær koma í veg fyrir gríðarlega upptöku kolefnis, sem gróið ósnortið land er vant að gera.Þetta kemur fram í rannsókn sem hann og Jón Guðmundsson eru að vinna á vegum Búnaðarháskólans.
Það er þegar vitað að koltvísýringurinn sem streymir upp úr ræstum mýrum og illa grónu og skemmdu landi, er á við mengun frá öllum skipaflotanum okkar.
Er þetta ásættanlegt ástand, þegar við þurfum ekki allar þessar skepnur? 1.000 tonn voru offramleiðsla í haust og þetta er gróður blæðandi landsins okkar. Og hvað er gert af stjórnvöldum til að koma í veg fyrir áframhaldandi skaða fyrir landið og ríkissjóð? Landbúnaðarráðherra skaffar sauðfjárbændum úr ríkissjóði 16 milljarða til að auka framleiðsluna. Ég skrifaði grein sem hét “Hversvegna tárfellir Fjallkonan alltaf 17.júní?” Hvað haldið þið?
“4-5 miljónir ha. gróðurlendisins er horfin og um leið jarðvegurinn, gróðurmoldin, okkar dýrmætasta eign. Nú verðum við að greiða skuldina við landið, og ákveða hvernig, en ekki hvort við gerum það”, skrifar Andrés Arnalds. “Tíminn skiptir máli, við verðum að sigrast á eyðingunni hraðar en eyðingaröflin vinna. Ella höfum við ekki undan og vandinn verður óviðráðanlegur.” Tilv.lýkur. Landgræðslan á 100 ára afmæli í ár. 1974 fékk hún svonefnda þjóðargjöf sem menn bundu miklar vonir við en hún er sögð hafa verið étin upp á nokkrum árum. Hvað fær Landgræðslan í 100 ára afmælisgjöf?
Eina vitið er: skepnur í girðingar, í staðinn fyrir gróðurinn og fólkið... Það er botninn í tunnuna. Og þá fyrst er hægt að gera heildar áætlun um hvernig við ræktum upp landið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Herdís!

Allt sem þú skrifar þessa dagana er eins og komið beint úr mínu hjarta. Sammála öllu sem þú skrifar.

Verst hvað fólkið í landinu er lokað fyrir þessu alvarlega ástandi fósturjarðarinnar. Bókstaflega eins og trúarbrögð hjá því að landið sé "ósnortið".

En ekki gefast upp. Við erum jú allmörg sammála þótt ekki heyrist nema frá fáum.

Baráttukveðjur,

Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2007 kl. 14:18

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Samkvæmt þessari frétt er heilmikið átak í gangi í Rangárþingi ytra. Mér sýnist sauðfé almennt vera girt inni á afreitum þar.

Mín tillaga er að við hættum að kaupa lambakjöt. Eina leiðin til að hafa áhrif á þessa helstefnu í landbúnaðinum gagnvart landinu er að koma við budduna á þeim sem standa fyrir henni. 

Theódór Norðkvist, 23.6.2007 kl. 15:33

3 identicon

Eru landsmenn eitthvað að hafa áhyggjur af jarðvegsfoki út í hafsauga þessa dagana? Alltaf norðanátt af og til, með þúsundir tonna í farteskinu , á leið út  í "hafið bláa hafið".  Það er ekki svo gott að einhver önnur lönd njóti góðs af því sem fer héðan..........svona eins og frá Góbí-eyðimörkinni. En einmitt það sem þaðan fer, lendir akkúrat í öðrum jarðvegi, í öðrum stað, til góðs fyrir gróður þess lands. Við erum því miður ekki eins heppin. Allt fer beina leið í hafið.  Jú, kannski gott fyrir lífverur þar. Alveg örugglega er fram líða stundir.

En hvað með okkar ástkæra, fallega "ósnortna" land, Ísland? Eigum við bara að gefa skít í það? Ekkert að hafa áhyggjur af "smá" moldarfoki?

Hafa menn virkilega engar áhyggjur af gróður- og jarðvegseyðingu?

Er fólk yfirleitt ekkert að spá í, í  hvað skattpeningar þess  fer?

Hvað eru menn að hugsa? Hafa menn bara áhyggjur af því sem getur gefið eitthvað af sér, (virkjanir)íbúum viðkomandi sveitafélga til góðs? Er það eitthvað svo slæmt?

Ég er bara hætt að skilja gang mála í þessu undarlega þjóðfélagi.

Kveðjur frá Margréti á Akranesi

(IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 20:26

4 identicon

Kærar þakkir, Herdís, fyrir glæsilegt viðtal við þig í þættinum "Vítt og breitt" fyrr í dag! Allt voru þetta, sem endranær, orð í tíma töluð.

Herdís Þorvaldsdóttir talar um gróðureyðingu

Vésteinn Tryggvason (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 22:41

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sammála síðustu ræðumönnum. Það var gaman að hlusta á viðtalið í dag við þig, Herdís. Þú átt hrós skilið fyrir eljusemina í að benda á þetta alvarlega vandamál. Það vantar fleiri hrópendur í eyðimörkinni.

Við hér í Rangárþingi ytra vorum orðin langeyg eftir rigningu, sem loks kom í dag. Þurrkurinn og moldfokið búin að gera okkur erfitt fyrir, dregur einhvern veginn úr manni máttinn. Þeir sem ég hef talað við hafa margir haft miklar áhyggjur af þessum þurrki.

Það mætti athuga hvort ekki væri rétt að grípa til einhverra bráðabirgðaúrræða til að hefta moldrok, þar sem hætta er á því. Annaðhvort fara með bíla og sprauta yfir þurrustu svæðin, eða vökva einhvern veginn. Við búum alveg yfir tækninni. Eina sem þarf er vilji.

Sofandahátturinn í uppgræðslumálum getur ekki gengið lengur. 

Theódór Norðkvist, 27.6.2007 kl. 23:25

6 identicon

Varðar: "Það mætti athuga hvort ekki væri rétt að grípa til einhverra bráðabirgðaúrræða til að hefta moldrok, þar sem hætta er á því. Annaðhvort fara með bíla og sprauta yfir þurrustu svæðin, eða vökva einhvern veginn. Við búum alveg yfir tækninni. Eina sem þarf er vilji."

Með fullri og djúpri virðingu fyrir tímabundnum öndunarörðugleikum Rangæinga (vegna svifryksmengunar frá manngerðum auðnum), er ég efins um að utanvegaakstur vökvunarbíla eða það að senda her manna með vökvunarkönnur um gjörvallt hálendið í hvert sinn sem gerir nokkurra daga þurrk sé ekki hagkvæm eða skilvirk lausn.

Fremur ætti að fara í stórátak til að klæða þetta land skógi á sem allra skemmstum tíma, m.a. með sáningu lúpínu til þess að byggja upp forðbúr næringar fyrir skóginn. En þá yrði fyrst að stöðva sumarbeit sauðfjár á þessu sama svæði.

Gapripill (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband