Þvílíkt blessað sumar hérna á suðvesturlandinu í þetta sinn,

 Ég man ekki eftir,á minni löngu ævi svona mörgum sólskinsdögum samfleytt.Ég var svo hrifin og þakklát, að það komst ekkert að hjá mér en að njóta þeirra til hins ítrasta.Svo mörg sumrin hefur maður lifað sem bókstaflega liðu hjá án þess að sólin gæti kíkt niður úr skýjaflókunum nema stutta stund í einu. Mér dettur í hug sagan um litla drenginn sem kom met foreldrum sínum frá Svíþjóð í heimsókn til afa og ömmu á Íslandi fyrir nokkrum árum. Þau voru búin að vera í 3 vikur þegar hann spurði mömmu sína, með tárin í augunum, mamma hvar er sólin? Á svona sólarlitlu landi eins og okkar eru sólskinsdagarnir svo verðmætir að alt annað verður að víkja til að geta notið þeirra, allt sem getur beðið gráu dagana.Nú fer að hausta og eftir sólríkt sumar erum við tilbúin til að takast á við verkefni sem voru í biðstöðu t.d.bloggið.Kæru landar, enn  tek ég til við að vekja athygli ykkar á hvað það er heimskulegt og kostnaðarsamt að stunda rányrkjubúskap með lausagöngu búfjár á okkar viðkvæma gróðurlendi, algerlega að óþörfu. Landgræðslan eltir uppi skemmdirnar og eyðir stórum hluta af því fé (okkar fé) sem henni er úthlutað til landgræðslu, í girðingar vegna bitvargsins sem eltir uppi allan nýgræðing.Í stað þess að vinna að því í samvinnu við bændur að minnka kjötframleiðsluna sem er stór fjárbaggi á ríkissjóði að ekki sé talað um gróðurskemmdirnar, fær framsóknaflokkurinn því framgengt rétt fyrir kosningarnar, áður en þeir misstu völdin að sauðfjárbændur fengju greitt úr ríkissjóði 16000000000 næstu 8árin í auka sposlu, til að styrkja framleiðslu sem er þegar of mikil Hvernig geta menn samviskulaust keypt atkvæði sín svona dýru verði á meðan ekki eru  til peningar í ótal brýn verkefni t.d heilbrigðismál saman ber aðhlynningu geðfatlaðra unglinga og fleira. Er okkur sama í hvað skattpeningarnir okkar fara.?Kæru landsmenn látið í ykkur heyra um þessi mál það má ekki dragast lengur að koma á nútíma búskaparlagi á þessu landi.Umhverfissinnar og gróðurvísindamenn frá öðrum löndum eru smásaman að komast að því hvernig við förum með landið, þó við þykjumst vera til fyrirmyndar og það verður okkur til skammar        Herdís Þorvaldsdóttir  leikkona og f.v. formaður Lífs og lands..   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Síðustu vikunum í ágústmánuði hef ég eytt að hluta til í berjaferðir á Vestfjörðum. Það er hægt að treysta því að þar sem rollan fær að valsa um eftirlitslaust eru nánast engin ber (aðalbláber.) Þar sem hinsvegar er búið að banna lausagöngu búfjár er krökkt af aðalbláberjum.

Eitt sinn hitti ég eldri mann, sem var að tína ber og barst mikil berjaspretta í tal. Ég sagði við hann að ég myndi ekki eftir því að hér hefðu nokkurn tímann verið aðalbláber þar til fyrir nokkrum árum.

Hann svaraði því til að eftir að lausaganga sauðfjár hefði verið bönnuð hefði lyngið farið að taka við sér. 

Theódór Norðkvist, 7.9.2007 kl. 00:55

2 identicon

Kæra Herdís!

Þakka þér þessi skrif og skrifnin í Morgunblaðinu í dag.

Mig langar til að vekja athygli allra á því að eftir þetta sólríka og þurra sumar sáu bændur að dilkar voru rýrir á afréttum. Svo þeir ákváðu að fresta göngum og réttum um viku til 10 daga, svo féð gæti étið svolítið meira af nýgræðingnum, sem loks fór að spretta er hann fór að rigna. Finnst ykkur þetta hægt? Eftir mestu þurrka í háa herrans tíð, með viðkvæmari gróðri, að bæta við fleiri dögum til beitar. Ef þetta er ekki að níða gróðurinn þá veit ég ekki hvað á að kalla það.

Já, Landgræðslan ber sig vel þessa dagana, telur árangur starfsins í 100 ár vera góðan og til fyrirmyndar. En er það góður árangur að hafa aðeins endurheimt um 1% gróðurs á 100 árum? Hvers vegna ekki meira á öllum þessum tíma?  Hefði ekki átt að vera búið að græða upp um 50% á svona löngu tímabili? Hvers vegna gengur þetta svona hægt?

Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 11:49

3 identicon

Sæl vertu... Ég er vægast sagt hissa á umræðu að kindin sé að eyða landinu... Í minni heima sveit sér maður stór mun á Afréttinum eða á landinu í kring.. Afrétturinn er mun grænni og enginn sina á honum eins og á landinu um kring...

 Og Herdís það er enginn of framleiðsla... Bændum var gert skilt að flytja um 16 tonn út en þurfti að minnka það niðri 10 tonn til að mæta eftir spurn á innan landsmarkaði..

Skyrkir sauðfjárbænda hafa verðið mjög svipaðir undan farinn 15 ár og afurða verð líka. Laun bænda hafa ekkert hækkað miða við það sem er að gerast annarsstaðar.

Og þetta með berin. Heima hjá mér var um 100 fjár á 250 hektar svæði og var þar nóg af berum.

Einar Magnússon (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 14:47

4 identicon

Einar!

Það er svo furðulegt með suma menn, að telji þeir allt í lagi í sínum heimahögum, þá sé allt í lagi í öðrum stöðum á Íslandi. Þetta er kallað að vera "heim-skur" (heima-alinn) , sem þýðir...................að vita ekkert um það sem utan er þeirra  heimahaga. Eða eins og máltækið segir:" Heimskur er heima- alinn."

Kæri Einar!

Það er misskilningur hjá þér, að  Herdís sé að halda því fram, að kindin sé að eyða Íslandi. Aftur á móti er hún (kindin) og við (með beingreiðslum), ásamt veðri og vindum, að taka þátt í gróður- og jarðvegseyðingu. Eins og í sumar, á þessu heitasta og þurrasta sumri í langan tíma. (Auk þess blésu vindar í óhófi í byrjun sumars og líka seinna, með moldarfoki til sjávar í miklu magni. Þökk sé logninu sem eftir fylgdi að ekki fór verr.)

Veit minn maður ekki að sina er gull Íslands? Sina breytist í mold við fyllingu tímans. Mold er gull. Mold er lífið.

Mundu líka að þó afréttur þinn sé í lagi, þá eru því miður, margir aðrir staðir á landinu í útrýmingarhættu, gróðurfarslega séð.  Eins og í sumar.  Þú getur bara hugsað þér. Þurrkur í margar vikur. Viðkvæmur gróður,  í gróðurjöðrum, hreinlega deyr. Kindurnar herja áfram í átt að gróðri. Éta allan nýjan gróður, því innstillt náttúrulegt prógramm segir þeim að akkúrat þessi gróður sé næringarríkastur. Nýsprottinn og lágvaxinn. Við grasrót er mesta næringin, eins og í hveitigrasinu frá Lambhaga. Það ættu bændur að vita og spila þannig úr........... í beitarhólfum.

En.............því miður er ég ekki kennari í Landbúnaðraháskóla Íslands, því þar gæti ég kennt tilvonadi bændum um hitt og þetta sem betur mætti fara á okkar fagra landi............án plasts og beingreiðslna.

Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 17:46

5 identicon

Margrét mín...

Sina er stórhættuleg og það sást best á mýrunum í fyrra.. Þar sem hætt er að beita búfénaði í hófi er enginn hætta á sinu eldum..Sauðkind er góð við uppgræðslu þar sem saur úr henni nýttist sem áburður á það land sem ekki er gróður á...

Auðvita er moldin góð og grær margt í henni.

Sauðkindin er ekki að rífja upp með rótum heldur étur hún af grösum og vex vel eftir það.. svipað þegar gras er sleigið vex það hratt aftur...

Í fyrra var ég á Snæfellsnesi og kona sem var leiðsögumaður í ferðini var að tala um að hún hefði verðið mikið að fara í einhvern eyði dal sem fór í eyði um 1900.. (man nú ekki hvað dalurinn heitir en þetta er þarna á Snæfellsnesinu) Rétt fyrir aldamótin 2000 datt einhverjum í hug að fríða þetta land fyrir lausagöngu búfjár.. Þetta var mjög vinsæll staður en er það ekki langur vega þess að allt er komið í sinu og engar tóftir sem ferðamenn komu til að sjá, sást ekki lengur..

Einar (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 19:04

6 identicon

Án Plast af hverju? Ég veit allvegana að á suðurlandi þar sem ég bý er nánast allt plast af rúllum endurunnið... Hvað beingreislur varðar er ýmslegt sem má og á að skoða... en um allan heim njóta bændur niðurgreislur eða styrki af einhverju tagi... ( fyrir undan Nýja-Sjáland)

Vel kann ég að vera heimskur en ég er mikið á mörgum afréttum í hestaferðum á sumrin.. og ekki held ég að Tungnaafréttur hafði gott af því að vera fjárlaus í 2 ár...  og fór ég mikið um hann... áður og meðan hann var það og ekkert varð hann betri nema síðar sé....

Einar (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 19:22

7 identicon

"Sorry Stína"!

Sina er ekki hættuleg, eins og þú veist, aðeins heimskt og vont fólk, sem kveikir elda í sinu, er hættulegt. Eldar kvikna ekki í sinu að sjálfu sér. Það þarf mjög heimska og vonda menn til þess.

Allur gróður verður aftur að mold. Nýfallinn gróður köllum við sinu, einkum ef af hávöxnum gróðri er.

Sina er vissulega há til að byrja með, en smátt og smátt verður hún að víkja. Hún þjappast niður og breytist í mold. Sina er gullið okkar Íslendinga, því hún ver jarðveginn frostlyftingum og foki. Seinna verður hún að mold. Hún verður að gulli jarðar sem gefur okkur nýja og nýja uppskeru.

Við þurfum ekkert endilega að láta rollurnar éta allan okkar jarðargróður og það á kostnað landsmanna( beingreiðslur). Við getum nýtt jörðina okkar líka til grænmetis- og ávaxtaræktunar.  Betra fyrir heilsuna og peningaveski landsmanna.

Merkilegt að heyra í landgræðslumönnum sem tala um að þetta og þetta svæði hafi verið grætt upp á þessum 100 árum og séu nú góð beitarlönd á ný! Hvers vegna beitarlönd? Hvers vegna ekki bara góð svæði til útivistar fyrir almenning? Góð fyrir víði og birki? Hvers vegna bara beitarlönd?

Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 19:37

8 identicon

Einar!

Þú bætir við plasti. Ég er að tala um þetta snjóhvíta "byggingarefni" sem bændur nota til að búa til hina ýmsu plasthauga vítt og breitt um landareign sína, án umhverfismats eða byggingarleyfis. Alveg ótrúleg sjónmengunarslys um allt land.

Gott mál að plastið sé endurunnið. Mjög gott mál. En áður, er það til sýnis út um holt og hæðir og tún og engi, í mismunandi ljótum haugum.

Niðurgreiðslur til bænda eru þverrandi um allan heim. Langhæstar hér á landi. Í öðru og þriðja sæti eru Sviss og Noregur, en þar er bara sýndarfjárbúskapur. Svona til að eiga upp í heimatilbúinn mat í túrista.

Eins og ég segi; þó allt sé í lagi hjá þér er full þörf á að hafa áhyggjur af öðrum landshlutum.  Um allt land má sjá landhnignun, mismunandi mikla, en alls staðar er gróður á undanhaldi...................nema þar sem framsýnir menn hafa hafið framsókn gegn eyðingaröflunum. Guði sé lof að svoleiðis bændur eru til........................með, eða án, aðstoðar Landgræðslunnar.

En segðu mér, hvers vegna væri Tungnaafréttur í hættu ef hann væri fjárlausí tvö sumur?????????????

Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 20:00

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Einar, ég á bágt með að trúa því að það hafi verið mikið af berjum í þinni sveit ef 100 fjár hefur verið beitt á 250 hektara svæði. Það er 2,5 hektari á kind. Hvernig ber ertu þá að tala um? Ef þú ert að tala um krækiber, þá kemur það ekki á óvart, því krækiberin eru harðgerari. Aðalbláberjalyngið er hinsvegar viðkvæmara fyrir átroðningi.

PS Ég væri til í að hafa 2,5 hektara ókeypis til umráða og geta ræktað og étið eins og mér sýnist á þeim skika. Því miður eru rollur rétthærri hér á Íslandi og hafa betra aðgengi að landinu en mannfólkið.

Theódór Norðkvist, 10.9.2007 kl. 23:23

10 identicon

Ég er nú bara orðlaus á því að lesa þetta. Er ykkur Herdís, Margrét og Theódór virkilega alvara með þessu?? ég bara spyr. Ég er sauðfébóndi og er stoltur af því og á minni jörð er nóg af berjum og ekki hægt að rækta auðveldlega út af helvítis víði. Í sambandi við landgræðslu þá get ég sagt ykkur að í sumar fór ég og fleiri í landgræðsluferð á afrétt. Þar vorum við með 2 staði annar innan landgræðslu girðingar þar sem ekkert fé kemst og síðan utan hennar þar sem ær og lömb eru á sumrin. Við byrju innan landgræðslu girðingarinnar og það leit ekki svo vel út, allt sem var gert árið áður þar sá maður lítið af nýjum plöntum og greinilega hefur mikið skemmts vegna frostlyftinga. Síðan fórum við að staðinn sem kindurnar komast á og viti menn, allt fullt af nýgræði og mikið búin að breiða sér og allt þetta leit mjög út, Greinilegt var hvor staðurinn lét vel út. Ég verð því miður góða fólk að miðan við ykkar skrif að þið hafið ekki hugmynd um hvað þið eruð að tala, kannski ættuð þið að kynna ykkur svolítið betur hvað þið eruð að tala um áður en þið farið að skrifa um það á netinu og tala svona illa um sauðkindina, sú elsku góða sem hefur haldið lífinu í ykkur síðan land var byggt. Ég persónulega á þeim líf mitt, ásamat annars, að þakka. Ég lenti í slysi í sumar og það var mér til lífs að vera í lopapeysu, ég höfuðkúpu brottnaði lengst upp á afrétti og þurfi að bíða lengi eftir hjálp, svona um það bil 5-6 klukkutíma og peysan hélt á mér hita ef ég hefði ekki verið í lopapeysu heldur kannski í Flís, þá væri ég ekki að skrifa hér inn á þetta blogg.

ps. Fyrirgefið ef stafsetningin er ekki góð, þá fór Talstöðin í heilanum fyrir smá skaða en það er allt að koma aftur.

Kveðja Magnús Helgi Loftsson

Magnús Helgi Loftsson (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 09:25

11 identicon

það er ekki í lagi með ykkur hefurðu séð sinu sem er svo þykk að nygræðingurinn kemst ekki upp fyrr en í byrjun ágúst og þar er LANDIÐ AÐ SKEMMAST farðu um vest fyrðina um eyði dali þar er sinan svo muikil og þykk að það verður moldarflag undir vantar hreynsun fyririr landið

steinui (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 09:30

12 identicon

Ég trúi því varla sem ég les hér! 

Þetta er óttalega einföld umræða og ekki hægt að ræða þetta svona svart og hvítt.  Þið þyrftuð aðeins að kynna ykkur vistfræði, þar mynduð þið sjá að það er hringrás á öllu, kindurnar eru ekkert að eyðileggja landslagið og gróðurfarið, heldur eru þær partur af hringrásinni, þær éta grasið og halda því frá því að verða sina, opna fyrir nýgræðinga og um leið bera þær áburð á landið.  Viljið þið ekki bara líka losa ykkur við fuglalífið, því fuglar éta berin líka.

Þið lifið ekki á berjum einum saman, hinsvegar er kindin STÓR partur, og hefur alltaf verið, af "matseðli" íslendinga. 

Mér finnst þetta svo mikil fáfræði að ég veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að segja.  Plastið já, það er á ábyrgð hinna svörtu sauða sem safna því að sér í hrúgur.  Þið lagið það ekki með að losna við kindina, heldur með því að tala við bændur.

Ég þori nú að veðja að þið búið ekki í rafmagnslausum moldarkofum, og að þið séuð ekki grænmetisætur.  Það er ekki endalaust hægt að halda og sleppa, virkjanir eru líka að eyðileggja landið okkar, ekki sé ég ykkur kvarta yfir því rafmagni sem gerir ykkur kleift að kvarta á netinu.

Sigrún Edda (líffræðinemi) (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 11:08

13 identicon

Gott kvöld!

Mig langar til að vekja athygli ykkar á kjarna máls okkar Herdísar, þar sem mönnum hættir til að fara í alls konar önnur atriði en eru til umræðu.

Mergurinn máls okkar er:

Við erum á móti allri afbeit á öllum viðkvæmum svæðum á landinu okkar. Öll afbeit þar, er ofbeit. Það eru afar margir viðkvæmir staðir á landinu og þá teljum við að þurfi að friða hið snarasta. Nefna má brattar hlíðar, marga afrétti og marga illa farna heimahaga. Við erum líka á móti því að borga með ofbeitinni í formi beingreiðslna. Við viljum frekar láta alla þá fjárfúlgu renna beint í uppgræðslu þessarar stærstu manngerðu eyðimarkar í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Við viljum allar skepnur í beitarhólf.

Persónulega vil ég líka friða allt kjarr, fylla alla skurði með dreni og láta hylja alla plasthaugana bak við manir, gróður, girðingar eða inni í hlöðum.

Um þetta snúast okkar skrif fyrst og fremst.  Og myndirnar hér á blogginu hennar Herdísar segja allt sem segja þarf sjándi mönnum um ástandið sem víða er svona bágborið.

Svo má bæta því við að við höfum ferðast vítt og breitt og þvers og kruss um allt landið og séð hryllinginn með eigin augum. Við getum líka bent ykkur á margar ritgerðir, okkar mætustu fræðimanna, um lélegt ástand gróðurhulunnar á Íslandi. Ekki skortir lesefnið.

Bestu kveðjur,

Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 20:55

14 identicon

Ég hef nú öruglega ferðast víðar en þú heillin, og sjálf rannsakað gróðurfar og lífríki náttúru íslands.

Þætti nú gaman að vita hvaða ritgerðir þú telur ýta undir ykkar staðhæfingar... 

Sigrún Edda (líffræðinemi) (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 22:10

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sigrún Edda, mataræði mitt kemur þér ekkert við, en ég get sagt þér að ég er u.þ.b. 90% grænmetisæta. Ég get líka sagt þér að heilsa mín hefur gjörbreyst í kjölfarið á þessari breytingu minni á mataræði, þó það sé ekki til umræðu hér. Lambakjöt borða ég ekki.

Þakka þér fyrir vistfræðikennsluna. Það þyrfti að rannsaka mikið betur áhrif ágangs búfjár á landið til að geta sagt til um nákvæmlega hversu slæmt ástandið er, en vegsummerkin eru óneitanlega til staðar. Það getur ekki verið skynsamlegt að láta þessar fáeinu rolluskjátur sem enn eru á Vestfjörðum valsa um allan kjálkann og tortíma viðkvæmum gróðrinum.

Magnús Helgi, hversu vísindaleg var þessi vettvangskönnun ykkar á þessum tveimur landskikum? Ertu að segja að sauðkindin hafi stuðlað að betri sprettu á öðrum skikanum, eða eru aðrir áhrifaþættir?

Theódór Norðkvist, 12.9.2007 kl. 02:23

16 identicon

Ja, ég get nú kannski ekki sagt að þessi vettvangskönnun hafi verið vísindaleg, hvað ertu að fara með því, ef hún var ekki vísindaleg þá skiptir hún engu eða? Já ég er að segja að sauðkindin hafi stuðlað að betri sprettu á öðrum skikanum og það var greinilegt. Þar sem er verið að græða land á friðuðu landi lendir allt ofan á, bæði áburður og fræ og því er mjög hætt að það fjúki. En þar sem eru kindur eru meiri líkur að fræin þjappist niður í jarðveginn en fjúki ekki burt. Já á þessum tveimur skikum var greinilegt að landgræðsla leit betur út þar sem fé var ekki þar sem var friðað.

Margrét mín er þér virkilega svona illa við bændur??? ef allt verður gert það sem þér langar til, það er að segja fylla upp í alla skurði, friða kjarr og svo framleiðis, þá verður ekki til mikið af bændum. Þá myndi þér líða vel, veit það ekki??? 

Magnús Helgi Loftsson (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 11:59

17 identicon

Gott kvöld gott fólk!

Einu gleymdi ég í gærkvöldi, mjög mikilvægu. Skal ég nú koma að því. Málið er að við báðar, Herdís og ég, erum alfarið á móti offramleiðslunni á kindakjötinu því arna sem landsmenn eru neyddir til að borga með og þannig jafnframt stuðla að áframhaldandi ofbeit á viðkvæmum stöðum. Við erum líka búnar að fá upp í kok af peningaaustri við að reyna að selja þetta kjöt úr landi. Matarveislur Baldvins Jónssonar til margra ára í útlöndum, hafa kostað þjóðina marga tugi milljóna. Og ekki hafa bændur grætt á því, svo mikið er víst. Nóg komið af þeirri vitleysunni.

Sigrún Edda! Þó þú sért byrjuð í líffræðinámi þá átt þú mikið ólært enn. T.d. átt þú eftir að læra um gróður- og jarðvegseyðingu af völdum dýra og manna, svo og um jarðvegsþykknun. Þú átt líka eftir að læra að þótt sinusvæði sé ekki hentugt beitarland fyrir rollur þá er það mjög gott fyrir jörðina og framtíðna. En vertu róleg þetta kemur allt með kalda vatninu. En þú hefur auðsjáanlega  ekki ferðast nógu mikið um landið ef þú sérð ekki enn hræðilegt ástand gróðurhulu og jarðvegs þess. Mæli með fleiri ferðalögum, þau kenna þér að lesa landið betur. Svo sakar ekki fyrir líffræðinema að lesa svolítið meira sér til fróðleiks þó ekki standi það í kennslubókunum. Mæli með bók sem heitir reyndar "Að lesa landið", eftir doktor  Ólaf Arnalds, en hann kennir við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Það skiptir mig svo að sjálfsögðu engu máli hvor okkar hefur ferðast víðar um landið. Aðal atriðið er að hafa augun opin og kunna að lesa það af einhverju viti.

Í sambandi við greinar þá mæli ég með að Þú byrjir á greinum í "Græðum Ísland". Þegar þú hefur lesið þau rit vel og vandlega, skal ég benda þér á meira lesefni.

Magnús Helgi! Rollum þarf að fækka vegna offramleiðslu á kjöti. Gott að byrja á að reka þær úr öllu kjarri og síðan úr bröttum hlíðum og svo af þessum á viðkvæmu afréttum. Hinar gætu farið í beitarhólf.

Að fylla skurði með dreni gerir túnin bara betri svo ég skil ekki í að sú aðgreð muni fækka bændum. Að ég vilji hafa stjórn á beit og friða svæði segir ekkert til um hvort mér sé illa við bændur. Mér er aftur á móti frekar hlýtt til allra þeirra sem ég þekki, einkum og sér í lagi til þeirra sem nú þegar hafa komið sínum kindum í beitarhólf, þeirra sem eru á kafi í uppgræðslu og þeirra sem stunda skógrækt.

Gott fólk! En munið að kjarni máls okkar Herdísar er að friða öll viðkvæm svæði á landinu fyrir beit og koma svo öllum skepnum í beitarhólf. Nota beingreiðslur í uppgræðslu í staðinn fyrir ofbeit á fyrrnefndum viðkvæmum svæðum. Kindin hefur nógu lengi haft einkarétt á öllum gróðri landsins en nú er einfaldlega komið að okkur hinum. Við viljum njóta hans líka með því að sjá hann vaxa og dafna ný. Víði, birki og alls konar blómstur.

Góðar stundir,

Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 19:52

18 Smámynd: Theódór Norðkvist

Stórgott hjá Margréti. Hún og Herdís eru góðar baráttukonur gegn sauðheimskunni í landinu. Það er fáránlegt að halda því fram að þeir sem eru á móti landeyðingu af völdum búfjár séu haldnir andúð á bændum. Það er bara leið rökþrota fólks til að koma sér undan því að ræða efnisatriði málsins.

Það heitir ad-hominem á fræðimáli, þegar reynt er að sverta persónur sem halda fram ákveðnum málstað í stað þess að koma með rök á móti. Auðvitað segja meintar ávirðingar á fólk ekkert til um það hvort málstaður þess sé réttur eða rangur. Ef Osama bin Laden segir að himininn sé blár hefur hann þá rangt fyrir sér, af því hann er hryðjuverkamaður, en ef móðir Theresa segir að jörðin sé flöt, er það þá rétt af því að hún er dýrlingur?

Það er ekkert annað en sjálfseyðing okkar að vera að eyða landinu undan okkur, með því að láta skynlausar skepnur éta það upp og troða undir fótum. Það er líka fáránlegt að bændur skuli ekki vera skyldaðir til að girða sauðfé sitt inni á sínu eigin landi. Ef landeigandinn við hliðina vill sleppa við að sauðfé nágrannans vaði inn á landið sitt og hámi í sig grasið þá verður hann sjálfur að girða sig inni, með tilheyrandi kostnaði!

Grátlegast af öllu er þó að skattgreiðendur landsins séu látnir greiða niður vitleysuna. 

Theódór Norðkvist, 12.9.2007 kl. 20:40

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég tek fram að víða girða bændur fé sitt inni á sínu landi. Það er skömminni skárra en láta það valsa inn á land annarra.

Theódór Norðkvist, 12.9.2007 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband