Stöðug eyðing á gróðurþekju landsins

Á síðustu árahundruðum hafa eyðst gróðurlönd á Íslandi sem jafnast á við óteljandi Hálslónsbotna og enn þann dag í dag höldum við áfram rányrkjubúskapnum með óheftri búfjárbeit þrátt fyrir sannanir um skaðsemi hennar.Fólk grætur að sögn ,Ómars,lítinn gróðurskika sem fer undir Hálslón en hefur að því er virðist enga hugmynd um hvað er að gerast á öllu landinu .Á hverju ári fara gróðurtorfur undir sand og gróðurmoldin fýkur á haf út án þess að gerðar séu grunn ráðstafanir til varnar,sem er friðun fyrir óheftri beit búfjár og heildaráætlun um uppgræðslu landsins,en hún er ekki til á 100 ára afmæli landgræðslunnar. ÞETTA ER GRUNNURINN AÐ UMHVERFISMÁLUM. Öll orka þeirra sem kalla sig umhverfissinna fer í baráttu gegn framkvæmdunum sem gefa þó af sér tekjur fyrir okkur og forða öðrum frá meiri mengun við að framleiða ál sem við notum,að höfðatölu,líklega mest í heiminum,með öllum bílaflotanum skipaflotanum og.flugvélunum .Framleiðum við ekki líka álpönnur til útflutnings?Hvaða óæðri verur eiga að framleiða álið sem við getum ekki án verið?Hvernig getur á því staðið að þetta sama fólk, grætur ekki uppblásturinn á öllum skemmdum svæðum og stöðuga rýrnun á þeirri helmings gróðurhulu allri í sárum, sem eftir er á landinu.Rányrkjan er þó öllum til skaða og skammar, ekki síst bændastéttinni sem þekkir ekki sinn vitjunartíma og nýtir villt gróðurlendið okkar ábyrgðalaust  á meðan eitthvað er eftir.Hjá öllum menningarþjóðum eru mjög skýr ákvæði um nýtingu lands svo gæði þess rýrni ekki.Þeir sem eru með búpening er skylt að hafa hann á ræktuðu landi og skila landinu  til næstu kynslóðar í sama eða betra ástandi,þetta kallast sjálfbæri. Við virðumst ekki skilja hvað sjálfbær búskapur er og erum þó með viðkvæmasta gróðurlendið og því fer sem fer,stöðug afturför þrátt fyrir stanslausa baráttu landgræðslunar við að gera við skemmdirnar.Kæru tilfinningaríku umhverfissinnar,kynnið ykkur  klungrin skemmdu mýrarflákana og eyðimerkurnar og vökvið þau með tárum ykkar og gefið þeim loforð um að þið munið stuðla að því að hætt verði að rányrkja landið,en stunda í staðin ræktunarbúskap í sátt við landið ÞÁ FYRST ER VON UM AÐ GETA SNÚIÐ VÖRN Í SÓKN,FYRR EKKI..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér frænka!

Þú heldur merki okkar á lofti.  Gerðu það áfram.

Kveðja,

Már Viðar

Már Viðar (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 14:44

2 identicon

Velkomin á vefin Amma.

Ólafur Egilsson (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 19:40

3 identicon

Þessi pistill er frábær Herdís. Þakka þér kærlega fyrir. Tek undir hvert orð.

Málið er að mér leiðist að heyra hvorki frá þessum svokölluðu umhverfisverndarsinnum né stjórnmálamönnum  um hvað þeir vilji gera til að koma í veg fyrir meiri gróðureyðingu og jarðvegsfok........núna.....strax. Ekki orð kemur frá þeim. Öll orkan fer í ímyndan vanda eins og þú nefndir.

Hér með skora ég á þetta "græna" lið, hvar í flokki sem það stendur, að koma með einhverjar tillögur til úrbóta um alvöru náttúruvernd. Hvað vill það gera?

1. Hugsanlegt að hvetja til friðunar fyrir beit, á kjarri og öllum bröttum hlíðum þessa lands?

2. Friða hálendið fyrir beit?

3. Styrkja bændur til að koma upp beitarhólfum í stað þess að styrkja þá með beingreiðslum til áframhaldandi ofbeitar?

4. Auka styrki til þeirra til að græða upp heimahaga, í stað styrkja til að halda áfram stöðugri afbeit á viðkvæmum stöðum?

5. Auka um 100% alla uppgræðslu í landinu?

6. Annað?

Svarið nú elskurnar, hvað viljið þið gera?

Bestu kveðjur,

Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband