EITT MESTA VANDAMÁL ÞJÓÐARINNAR.- gömul grein

,,Gróðureyðingin og uppblásturinn á landinu okkar er eitt mesta vandamál þjóðarinnar,” sagði Bjarni Bjarnason á almennum fræðslufundi í Mývatnssveit nýlega. Gróðureyðing herjar þar víða eins og á ótal öðrum svæðum og berst Landgræðslan  við uppblásturinn þar og stendur Landsvirkjun undir kostnaði landbóta í hreppnum. Landgræðslan hefur í 100 ár stöðugt barist við að gera við skemmdir á landinu vegna rányrkjubúskapar  í gegnum aldirnar og hefur hvergi undan.Forfeður okkar þekktu ekki annan búskap en að nýta það sem til var, án þess að gefa náttúrunni neitt í staðin. Njáll á Bergólfshvoli var hæddur af samferðamönnum sínum fyrir að bera skarn á tún sín.Vegna þessarar fáfræði fór sem fór að gróðurinn rýrnaði stöðugt.Í dag er aðeins tæplega helmingur gróðurhulunar eftir,sárin í landinu stækka stöðugt og skóg og kjarrlendi sem þakti 75% landsins er næstum horfið aðeins 1% eftir.Nú er ekki fáfræðinni fyrir að fara,og staðreyndirnar blasa við okkur og hættan á örfoki á stórum svæðum sem við ráðum ekki við.Runólfur Sveinsson sem var sandgræðslustjóri 1947-1954 segir í erindi sem hann flutti í útvarpi 1947”.Þegar við höfum komið búfjárrækt okkar allri í það horf að við þurfum ekki að misbjóða gróðri landsins með henni,þá er rányrkjan kvödd og landið fer ekki lengur í auðn af okkar völdum.Það er þó ekki nóg. Við verðum líka að bæta fyrir syndir forfeðrana og græða sár þau er nú standa opin og ógógróin víðsvegar um landið.Til þess þarf í fyrsta lagi friðun landsins.Ef reka á sauðfjárrækt hér á landi,sem ræktunarbúskap og ekki sem rányrkju og hálfgerðan hirðingjabúskap,þá þarf að hafa sauðféð í girðingum og einhverskonar og að einhverju leyti á ræktuðu landi “.Ttilv.lýkur.Þessi aðvörun kemur frá þeim manni sem best þekkti fátæklegt  ástand landsinns. Þetta var fyrir70 árum og síðan hefur landgræðslan barist vonlausri baráttu við að halda í við eyðingaröflin mest vegna lausagöngu búfjár,svo stór hluti af fjármagni hennar hefur þurft að fara í endalausar girðingar. Þetta eru svo fáránleg vinnubrögð í heila öld og svo fjárfrek að það er næstum ótrúlegt að annað eins skuli viðgangast enn í dag,þó við vitum af reynslunni að slíkt gengur ekki upp. Enginn virðist hafa kjark til að segja að það sé okkur til háborinnar skammar að láta éta undan okkur landið,og rýra stöðugt landgæðin fyrir afkomendur okkar,nú verði þegar í stað að girða af búfé í stað gróðursinns og fólksinns ,og gera síðan alvöru áætlun um hvernig sé hægt að græða upp sárin og stöðva uppblásturinn, ef það er ekki of seint.Ég skora á ykkur kjósendur í vor að gefa þeim flokki sem lofar að stöðva rányrkjuna álandinu og koma miðaldar búskap okkar í nútima ræktunarbúskap athvæði ykkar, því ekkert mál í dag er brýnna.Álverin sem stór hluti þjóðarinnar hefur eytt allri orku sinni í að fordæma sem eyðileggingu á landinu er aðeins smámál á móts við uppblásturinn.Álverin skapa þó tekjur og forða fólki annarstaðar á jörðinni frá miklu meiri mengun.Rányrkjan veldur einungis skaða og kostnaði og skemmt landið og sundurgrafin mýrarlönd fmamleiðir,mengun,koltvísýring út í andrúmsloftið, meiri en allur skipaflotinn. Vissuð þið þetta? Á þetta er aldrei minnst því það er okkur til skammar.Enn þann dag í dag blekkjum við okkur með því að við eigum hreint og ósnortið land,þvílík fáviska.  Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona ogf.f. Lífs og Lands

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Martha Sigríður Örnólfsdóttir

Kæra Herdís

Ég þefaði þetta blgg upp á netinu eftir að hafa lesið grein þína í Mogganum í dag.

Ég get ekki orða bundist, þó ég nenni ekki að skrifa grein á móti þér í Morgunblaðið. Mér finnst þú nefnilega taka full djúpt í árinni þegar þú þú segir það vera "heimskulegt og kostnaðarsamt að stunda rányrkjubúskap með lausagöngu búfjár...". Í fyrsta lagi er mikill munur á beit og ofbeit, í öðru lagi er mikill munur á sauðfjárbeit og hrossabeit og ágangi þessara tegunda og í þriðja lagi hafa ökutæki mun meiri og varanlegri áhrif á gróður og rætur heldur en hófleg beit.

Annað sem þú þarft að athuga kona góð, er að það er ekki gróðureyðing allstaðar á landinu. 'Eg hef sjálf smalað víða á Vestfjörðum síðustu ár og það hefur valdið mér áhyggjum að kindagötur eru að hverfa vegna þess hve fáar kindur eru eftir víðast hvar. Erfitt er að komast í gegnum þétt kjarr og það er þungt að ganga í þéttu, háu grasi til lengdar.

Fyrir hvern er svo landið ef ekki er hægt að ganga um það???

Ekki sé eg eftir þeim peningum sem fara í saðfjárbændur en framleiðsla á kindakjöti er kostnaðarsöm en kindin gefur aðeins af sér að meðaltali tvö lömb á ári og erfitt er fyrir framleiðendur á slíkri vöru að keppa við svínakjötið (t.d)... sem þú velur eflaust frekar. Gyltan getur nefnilega gotið meira en tvisvar á ári (mig minnir að hún geti gotið 5 sinnum á hverjum tvemur árum) og eignast marga grísi í hverju goti, þar að auki gefur hver grís fleiri kíló en lambið. Svínið étur aftur á móti korn og fleira sem hæft er til manneldis og er stór hluti af fóðri þeirra innflutt (ekki sérlega náttúruvæt að flytja það).

Kindin étur gras og ekki getum við nýtt okkur grasið til matar, mikil orka fer til spillis ef við nýtum okkur ekki beitina.

Síðustu ár hafa saðfjárbændur tekið á sig mikinn kostnað sem fylgir því að framleiða kindakjöt og með lauslegum útreikningum fann ég út að til að fá þau mánaðarlaun sem ég fæ fyrir heilsdags skrifstofustarf þarf ég að eiga um 1000 kindur... og það er mikil vinna fyrir eina konu að sinna þannig búi. Aðstoð ríkisins við bændur er því ekki ölmusa við bændur heldur niðurgreiðsla fyrir neitendur sem kemur þeim tekjulægstu mest til góða.

Eflaust má girða féð af á einhverjum stöðum á landinu en þá verða bændur að hafa peninga til að sinna því verki.

Þér, Herdís vil ég svo benda á að taka kúrs í beitarfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands áður en þú skrifar meira um efnið fyrir almenning.

Kveðja Martha Sigríður

Martha Sigríður Örnólfsdóttir, 3.10.2007 kl. 17:55

2 identicon

Mart(h)a Sigríður!

Það er ekki rétt að þú nennir ekki að svara Herdísi í Morgunblaðinu, því þú þorir það ekki. Þú veist að þú hefur ekkert í hana að gera á þeim vettvangi, því hún hefur rökin sín megin sem ekki verður sagt um þig.

Hér með skora ég á þig að svara henni í Morgunblaðinu og notaðu þá einhver haldbærari rök gegn því sem hún hefur uppfrætt okkur um. Hún er nefnilega að segja okkur sannleikann um nöturlegt ástand gróðurhulu landsins.

Bestu kveðjur,

Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 20:47

3 Smámynd: Martha Sigríður Örnólfsdóttir

Æ... nú er ég sár... vissulega er ég gunga en háið vil ég hafa í nafninu mínu, meira að segja mannanafnanefd er sátt við það.

Hvað er það sem þú ert ekki sátt við í mínum rökum Margrét? og af hverju treystirðu ekki Herdísi til að svara mér?

Kv. Martha Sigríður

Martha Sigríður Örnólfsdóttir, 5.10.2007 kl. 21:14

4 identicon

Sæl Martha!

Fyrirgefðu þetta með háið, ég hélt það væri innsláttarvilla þar sem hin nöfnin eru skrifuð með íslenskum rithætti. Svona eins og ég skrifaði Margréth, Grétha  eða Maggha í mínu tilfelli, sem væri svolítið skondið.

Ég hnaut um orðin að nenna ekki að að skrifa í Morgunblaðið. Málið er að margir nenna ekki af einhverjum ástæðum að svara í Mogga en eru voða  borubrattir á blogginu, meilinu eða í símanum. Þar nenna þeir að tjá skoðanir sínar tímunum saman, en að skrifa í blað sem er lesið af flestum Íslendinum er alveg af og frá. Það er eitthvað að þessum málflutningi og það er það sem ég er að finna að. Ég held nefnilega að þú þorir ekki að svara okkur í Mogganum, eins og svo margir aðrir.

Vel treysti ég Herdísi til að svara fyrir sig bæði hér á blogginu og í Mogganum. Málið var að þú varst að svara Moggagreininni hennar m.a. svo þar áttir þú að svara en ekki á blogginu, þó svo að þú hafir kíkt þangað í leiðinni.

Fáeinar athugasemdir við svörum þínum.  Þú segir að ofbeit sé ekki alls staðar á landinu en benda vil ég þér á, kona góð,  að ofbeit markar allt landið; sem eyðimerkur hér og þar, hálfnaktar og naktar fjallahlíðar, stórskemmdir afréttir, melar, móabörð, rofdílar, rifnir móar, horfinn kjarrskógur og margt fleira. Aðeins tún (þó með skurðum), engi og heimahagar teljast heil gróðurþekja og það er um 4% af allri gróðurþekjunni sem er um 25% af öllu landinu. Allt annað er mikið og mjög mikið skemmt eða horfið  með öllu. Stærsta manngerða eyðimörk í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Og við Herdís erum að vara við þessu ástandi og mótmæla því að þurfa að borga með því í ofanálag, því það er dýrara að framleiða kindakjöt en annað kjöt, eins og þú reyndar bendir réttilega á þegar þú reynir að færa "rök" fyrir beingreiðslum. (Ein rökleysan þín.)

Mundu svo að kúabændur flytja líka inn korn.....eins og svínabændur og fjárbændur. Korn má líka nota í eldsneyti. 

Að kjarr skuli þéttast, gras verða hávaxið , kindagötur hverfi og beit aflétt er mjög jákvætt. Það fer engin orka til spillis, eins og þú segir, þótt við notum ekki allan gróður til beitar eða manneldis. Þvílík rökleysa!. Málið er að bændur sjá bara gróðurinn út frá beitarhæfni hans en ekki út frá öðrum sjónarhornum, eins og jarðvegsþykknun, tegundaaukningu eða grunni að annari búsetu en þeirri hefðbundnu.

Hvers vegna í ósköpunum leggja bændur allt þetta erfiði á sig, sem þú telur upp, ef það borgar sig ekki? Því ekki að selja og verða margmilljóner og hætta þessu hokri? Það er ekki legnur hugsjón að nota allan gróður sem eftir er í landinu til beitar, og það með meðlagi frá ríkinu. Notum heldur árans beingreiðslurnar í beitarhólfsgirðingar!

Bestu kveðjur, Margrét

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2007 kl. 14:09

5 Smámynd:  Valgerður Sigurðardóttir

Margrét? ert þú einkaritari Herdísar? af hverju svarar hún ekki sjálf athugasemdum á sinni bloggsíðu? bara forvitin

Valgerður Sigurðardóttir, 9.10.2007 kl. 12:30

6 identicon

Sælar Martha og Valgerður

Ég vil byrja á að segja að Margréti er frjálst að svara fyrir mig þegar henni lýst svo á, enda orð hennar iðulega eins og töluð úr mínum munni. Einnig er hún yngri og sneggri til. Ég er henni þakklát fyrir hennar stuðning og þá sérstaklega hér því tölvan mín og netið eru stundum að stríða mér. Ég er nefnilega ekkert unglamb lengur, en samviska mín segir mér að nota mína síðustu krafta í að koma í veg fyrir að landið okkar verði örfoka af óþarfa. Rányrkja er landníðsla. Vel má koma þessum málum í mannsæmandi horf með ræktunarbúskap sem mundi vera bændum til sóma og landinu til góða.

Með kveðju,

Herdís Þorvaldsdóttir

Herdís Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 15:29

7 identicon

Ég held að það taki enginn Herdísi alvarlega og þarf maður bara að horfa á teljaran og alveg að menn taki ekki þessar vitlausu greinar marktækar.

Og svo það með Margréti þá hefur maður heyrt ýmslegt um hana það sem er ekki beint gott fyrir umhverfið, kannski Margrét segi hverju hún sáir í þjóðgöðunum okkar?

Gunnar (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 20:55

8 identicon

Sæll Gunnar!

Ég verð að viðurkenna það,  að ég skil ekki, né veit, hvað þjóðgaður er (þjóðgöðunum). Gaður, hvað er nú það? Hvar eru þessir gaðar og hvað er ég að gera þar, sem ekki má? Nefndu mér nöfn allra þessara gaða. Ég bara krefst þess.

Að vera með aðdróttanir, sem ekki eiga sér stað í raunveruleikanum, er mjög alvarlegt mál.

Margrét 

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 23:18

9 identicon

Gunnar!

Í sambandi við fullyrðingu þína, þess efnis, að enginn taki mark á orðum Herdísar,  þar sem flettingar á blogginu hennar sýni litla aðsókn, vil ég benda þér á eina staðreynd. Á blogginu eru ekki 80 til 90 % Íslendinga, svo hér er um að ræða lítinn hluta landsmanna sem kíkir á það. Meðan ég bloggaði, í sumar sem leið,  þá voru það aðallega bændur, eða fólk tengt þeim, sem komu með athugasemdir. Mjög fáir, sem eru mér sammála, kíktu þarna inn, enda ekkert á blogginu eða netinu. Eiga yfirleitt engar tölvur. Þetta er bara ákveðinn hópur fólks sem "flettir" og það flettir einfaldlega eftir áhuga. Mjög fáir eru meðvitaðir um raunverulegt ástand gróðurs og jarðvegs á Íslandi. Flestir trúa því að hér sé náttúran "óspillt" og "hrein", þar sem það hentar ferðamálayfirvöldum að auglýsa landið sem slíkt. Fólk bara trúir þessu þótt eyðileggingin blasi við, við hvert fótmál. Margir (flestir) eru einfaldlega  "lesblindir" á náttúruna og vita ekki hvað er eðlilegt ástand gróðurs og hvað ekki. Svo "teljararnir" segja ekkert um áhrif skrifa Herdísar í landinu.

Í sambandi við bloggið, þá get ég svo bætt því við, að ég er svo "heppin", að vera hötuð það mikið  í bændastétt (vegna skoðunar minnar á ástandi gróðurs í landinu og að vera á móti beingreiðslum), að þegar ég bloggaði, í sumar sem leið, þá  fékk ég mjög margar flettingar út á það. Þeir voru einfaldlega alltaf að tékka á því hverjir væru að taka mig í bakaríið í hvert eitt sinn. Bændur hafa jú meiri og betri aðgang að tölvum en íbúar í þéttbýli, enda var borgað með þeim á sínum tíma, af ríkinu, til þess að þeir gætu, bæði eignast tölvur og farið á námskeið. Þéttbýlismenn verða  jú  að fara  á ellilaun 67 ára, en neyðast til , ásamt öðrum landsmönnum, að halda áfram að borga með bændum.................. fram í rauðan dauðann. 

Svona er þetta bara, Gunnar minn.

Bestu kveðjur, Margrét

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 00:58

10 identicon

Jæja Margrét má spurja að einu af hverju eru nettengingar á landsbyggðinni 60 fald hægrari en á höfuðborgarsvæðu og 100 fald dýrari. Hvenar var bændum borgað til að kaupa sér tölvu. Spurði hann karl föður minn sem er búinn í meir en 30 ár hvort hann kannaðist við þetta svo var ekki.

Og Margrét þá er ekki bara bændastéttin sem hatar þig þá held ég að megnið að skaganum geri það líka.

Og af hverju svarar þú bara fyrir Herdísi en ekki spurninga sem er beint til þín? 

Gunnar (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 17:18

11 identicon

Gunnar!

Veit ekki betur en að ég hafi svarað þér í gær svo um munaði. En hvernig væri að þú svaraðir mér nú, hvar ég sái og hverju í einhverja þjóðgaða.

Á Skaganum hefur mér alltaf liðið vel, enda býr þar mjög gott og skynsamt fólk sem tekur á vandamálum sem upp koma og leysir þau.  Eigi ég hatursmenn þar þá hafa þeir ekki látið mig vita, en það hafa bændur gert. Auðvitað eru ekki allir bændur svona í minn garð, það er nú til fólk þar líka sem tekur skynsamlega á málunum eins og fólk í þéttbýli, þótt þeir séu ekki sammála. En því er ekki að neita að bændur fylgjast stíft með skrifum mínum þar sem þeir eru ekki sáttir við þau.

Ég get ekkert sagt um nettenginu og verð á landsbyggðinni þó ég búi þar , fylgist ekkert með því, en mín tölva er hægvirk. Hef ekkert spáð í það hvort það er vegna aldurs eða lélegrar tengingar.

Þó að úrklippusafnið mitt um bændastéttina sé orðið mikið að vöxtum, finn ég því miður engar úrklippur um tölvumál bænda. En ég kannski rekst á þær seinna. Ég bara man ekki betur en að eitthvað hafi ríkið verið að pota í þau með peningum, eins og svo mörg önnur mál sem snúa að bændum.

Mundu svo eftir að svara þessu með sáninguna í þjóðgaðana.

Bestu kveðjur,

Margrét Jónsdóttir

Margrét Jóndóttir (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband