ENGIN SÁTT GETUR VERIÐ UM NÁTTÚRUVERND,MEÐAN RÁNYRKJA ER STUNDUÐ.

Umhverfisráðherra segir í grein um umhverfismál ,í fréttablaðinu nýlega,að ríkisstjórnin hafi hafist handa við að finna bestu leiðir til að nýta náttúru okkar og auðlindir á þann hátt að komandi kynslóðir geti einnig notið þeirra og nýtt þær.Þetta eru góðar fréttir.Í stjórn verkefnastjórnar sem á að undirbúa gerð rammaáætlunar, hafa verið skipaðir valinkunnir vísindamenn auk fulltrúa hagsmunaaðila og umhverfissamtaka.Skýrslan á að vera tilbúin í júní 2009.
Nú verðum við bara að treysta því að þetta valinkunna lið sjái og skilji hvað er brýnast að leiðrétta í búsetu okkar á þessu landi sem er þekkt fyrir að vera verst farna land af búsetu sem þekkist.
Meira en helmingur af gróðurhulu landsins horfin,og restin öll í henglum,og þrátt fyrir þetta skammarlega ástands sem útlendum gestum blöskrar og er hvergi í samræmi við skyldur okkar við alþjóðlegar skuldbindingar.Þær miða fyrst og fremst að því að skaða ekki land með notkun,en það gerum við enn í dag með rányrkju blygðunarlaust án þess að skammast okkar,og treystum því að þeir komist ekki að skömminni.Þess í stað gortum við stanslaust eins og kjánar af því hvað við eigum hreint og ósnortið land og hvað hér sé allt til fyrirmyndar,bjóðum jafnvel fólki frá öðrum löndum að læra af okkur hvernig á að græða örfoka land,á það að vera brandari?Skyldi þeim vera sagt að okkar dýra og duglega landgræðsla vinni stöðuga bakkabræðra vinnu við viðgerðir á skemmdu landi með bitvargin á hælunum, á aðra milljón,svo stór hluti af ráðstöfunarfé hennar fer í endalausar varnar gaddavírsgirðingar ,og hún hafi hvergi undan eyðingaöflunum.Það er komin tími til að vekja athygli alþjóða náttúruverndarsamtaka á því, hvað hér er að gerast,svo við fáum áminningu annarra þjóða um það hvernig við förum með okkar eigið land.Þvílik skömm,en annað virðist ekki duga,til þess að létta þessum álögum eða svefndoða af þjóðinni.Fjallkonan í tötrum hrópar á hjálp!

Herdís Þorvaldsdóttir leikkona og fyrv.formaður Lífs og lands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það þarf að gera vísindalega úttekt á því hvernig því landi reiðir af, sem Landgræðslan hefur girt af, í samanburði við önnur landsvæði þar sem búfé er beitt. Hvernig skyldi afgirta landið koma út í þeim samanburði, þegar allir þættir eru teknir með?

Þannig má auðveldlega sýna fram á skaðsemi ágangs búfjár á landið.

Theódór Norðkvist, 7.10.2007 kl. 21:20

2 identicon

Svar til Theodors Norðkvist. ÞAÐ ÞARF VARLA MEIRI SANNANIR FYRIR SKAÐSEMI BEITAR BÚFLÁR Á VIÐKVÆMAN GRÓÐURINN Á LANDINU OKKAR,ÞAR SEM MEÐFERÐ OKKAR Á ÞVÍ HEFUR FARIÐ MEÐ MEIRA EN HELMING GRÓÐURHULUNAR.lANÐGRÆÐSLAN HEFUR SÝNT OKKUR ÓTAL ÐÆMI UM ÁRANGUR FRIÐUNAR FYRIR BEIT MEÐ ÞVÍ AÐ GIRÐA ILLA FARIÐ LAND OG MUNURINN UTAN GIRÐINGAR OG INNAN KEMUR FLJÓTLEGA Í LJÓS.ÞAÐ ÞARF EKKI AMMAÐ EN AÐ JARÐIR SÉU FJÁRLAUSAR Í TVÖ TIL ÞRJÚ ÁR, AÐ ALLUR GRÓÐUR HEFUR TEKIÐ VIÐ SÉR TIL BATNAÐAR.ótal blómplöntur hafa horfið úr beitarlandinu,að ekki sé minnst á birkikjarrið sem ásamt skógar höggi áður fyr er næstum horfið og þaðl litla sem eftir er allt í tætlum.ÞETTA ER ALLT BÚIÐ AÐ RANSAKA.þAÐ ER LÍTIÐ GAGN Í RANNSÓKNUM EF EKKI FYLGJA AÐGERÐIR,EN ÞÆR LÁTA STANDA Á SÉR.HVERS VEGNA?

Herdís Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 18:26

3 identicon

Góðan dag!

 Ég vil nú bara fá það á hreint hvort að þið Margrét hafið nokkurn tíma kynnt ykkur í hverju þessi sauðfjársamningur felst? Ef sú er ekki raunin þá skal ég benda ykkur á vefslóð sem þið hefðuð gott af að skoða. http://www.bondi.is/landbunadur/wgbi.nsf/key2/samningar.html (undir sauðfjársamningur 2008-2013)

Þarna sjáiði svart á hvítu hvað þið eruð að borga fyrir!

Ég vil sérstaklega benda á markmið samningsins. Þar stendur í 1. málsgrein:

 

(1.3  Að sauðfjárrækt sé stunduð í samræmi við umhverfisvernd, landkosti og sjálfbæra landnýtingu.)

 

Sjálfbær nýting gengur út á að það sé ekki verið að ofgera landinu.

 

Bændur verða að vera í gæðastýrðri framleiðslu til að hljóta beingreiðslur. Í Gæðastýringunni er bændum skylt að láta Landgræðsluna taka út hjá sér landið og Landgræðslan gerir athugasemdir ef ekki er í lagi með landið eða afréttina sem fé er beitt á.

 

Um að gera að fræðast um hlutina áður en blásið er í herlúðra gegn sauðkindinni!

 

Bjarni Arnar Hjaltason, verðandi búfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands 

Bjarni Arnar Hjaltason (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 18:11

4 identicon

Gott kvöld Bjarni Arnar, "verðandi búfræðingur"!

Það vill svo vel til að ég á þennan samning. Las hann á sínum tíma en man svo sem ekki allt.

Þó talað sé um sjáfbæra nýtingu, þá er henni ekki framfylgt, þar sem menn senda fé á viðkvæma afrétti. Skoðaðu myndirnar hennar Hörpu S. Sigurjónsdóttur hér á blogginu hennar Herdísar, og spáðu í hvort einhverjir "sjálfbærir" bændur gætu hugsanlega átt fé á þessum afrétti. Finnst þér að sauðfjárrækt sé stunduð þar í sátt við náttúruna? Nei, varla. Þú ert þá bara ekki "ærlegur"!

Bestu kveðjur, Margrét

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 23:40

5 identicon

Góða kvöldið, Margrét!

Síðastliðin átta ár hef ég farið á hverju sumri um þennan afrétt á hestbaki og þessar myndir segja nú ekki alla söguna. Allar þessar myndir eru teknar frá því sjónarhóli þar sem landið lítur verst út. En ef að myndavélinni yrði beint í hina áttina sjást þar grasi grónar brekkur með lyngi og bláber í tugatali. Það er ekki verið að stunda neina ofbeit þarna og melirnir eru tilkomnir vegna sandfoks og frosts. Bændurnir í Skagafirði hafa farið þarna á hverju sumri með tugi tonna af áburði og kappkostað að græða upp melina. Þessar myndir segja bara ekki alla söguna. Mér finnst sauðfjárrækt vera stunduð þarna í sátt við náttúruna því ef svo væri ekki þá væri landgræðslan löngu búin að banna lausagöngu sauðfjár á þessum afrétti.

Það er nefnilega eitt sem að þú verður að átta þig á, Margrét, að bændur eru ekki einhverjir menn sem kappkosta að fara nógu rosalega illa með landið. Ef sú væri raunin hefðu bændur mun minni beitarlönd og búfjárstofni hér á landi myndi smám saman minnka.

 Og svo ætla ég að biðja þig um eitt, Margrét, í þessum skrifum þínum að vera ekki með persónulegar árásir á þá sem eru að reyna að vera með málefnalega umræðu. Þú kallar t.d. Einar Magnússon "heimsk-an"  og það er eitthvað sem á ekki að líðast þegar menn eru á öðru máli en þú að þú farir að kalla menn illum nöfnum, bara út af því að þeir eru ekki á sömu skoðun og þú. (ég reyndar fattaði "brandarann" sem mér fannst hreint út sagt ekkert fyndinn, heldur einfaldlega dónalegur) Ef þú ætlar að halda þessari baráttu áfram, þá vinsamlega reyndu að passa hvað þú skrifar hér inn á þennan miðil því menn geta miskilið það sem þú hefur fram að færa.

 Í sambandi það sem þú segir að bændur framfylgi ekki þessari sjálfbæru nýtingu, þá skal ég segja þér það að ef sú er raunin að bændur séu að ofgera landinu þá á Landgræðslan tafarlaust að grípa inn í.

 Svona í lokin ætla ég að spyrja þig að því, veistu hver sauðfjárstofninn er í landinu núna? Veistu hver hann var á árunum 1970-79?

 Kveðja,

Bjarni Arnar

Bjarni Arnar (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 18:52

6 identicon

Bjarni Arnar!

Á meðan menn halda áfram að vera svona blindir á ástandið og halda því fram að allt sé í lagi á þessum illa förnu afréttum landsins er ekki von á neinum framförum. Ástandið mun bara versna og versna, þangað til að of seint verður að snúa við.

Landgræðslan getur ekkert bannað en aðeins mælt með aðgát eða banni. Það hefur hún oft gert í sambandi við illa farna afrétti.

Í sambandi við þennan Einar Magnússon var ég nú bara að vitna í gamlan, íslenskan málshátt.

Veit ég vel að rollunum hefur fækkað mikið á fjöllum, en betur má ef duga skal. Það er einfaldlega liðin tíð að menn skuli komast upp með það að nota allan gróður landsins til beitar. Og þar sem rollunum hefur fækkað svona mikið er lag að koma þeim í beitarhólf sem eftir eru. Óþarfi að láta þær valsa um allt.

Bestu kveðjur,

Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 21:49

7 Smámynd:  Valgerður Sigurðardóttir

Í síðasta Bændablaði er grein um það að FAO er að vara við þrengslabúskap, það geti komið upp sjúkdómar sem jafnvel berist í menn. Kannski vilja neytendur lyfjabætt kjöt, ég segi nei takk. En Margrét, kíktu í gestabókina á þínu bloggi

Valgerður Sigurðardóttir, 15.10.2007 kl. 10:35

8 identicon

Sæl Valgerður!

Ég hef hvorki haldið því fram að nettengingin væri í góðu lagi eða slæmu í sveitum landsins. Veit bara ekkert um það.

En sé það rangt munað hjá mér að ríkið hafi verið með puttana í tölvuvæðingu bænda, þá bara biðst ég innilega afsökunar á því. Rétt skal vera rétt.

En munum um hvað málið snýst hér á blogginu hennar Herdísar, nefnilega um lélegt ástand gróðurs á sumum afréttum, í flestum bröttum hlíðum og ótal mörgum öðrum stöðum. Og við viljum friða landið fyrir óheftri beit og koma skepnum í beitarhólf. Það er enginn að tala um lítil hólf með hættu á smiti vegna þrengsla. Einhver var að tala um kostnað vegna girðinga og vil ég benda á að nær væri að nota beingreiðslur til að koma þeim upp heldur en að vera að borga með óþarfa af- og ofbeit og nota svo milljónir til að græða það upp á ný. Og svei mér þá, ég sæi bara ekki eftir krónu í beingreiðslur til þeirra bænda sem væru með fé sitt í beitarhólfum.

Bestu kveðjur,

Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 11:42

9 identicon

Góðan dag, Margrét!

Ég hef tekið eftir því að þú talar um alla þessa afrétti sem eru orðnir bara eitt moldarflag eftir ofbeit búfjárs. Gætirðu nefnt mér dæmi um þessa afrétti? (hvað þeir heita og hvar þeir eru á landinu?) Einnig þætti mér gaman að sjá hvar þú færð þessar heimildir um að Landgræðslan sé búin að mæla með friðun afréttanna...

Þú sem ert svo fróð um þessi málefni ættir að fara létt með að svara þessum spurningum.

Og þar sem þú ert svo fróð, hefur þú séð einhverjar rannsóknir á því hvað sauðkindin skemmir mikið þegar hún er á beit?

Ef ekki þá ætla ég að segja þér að ég er í landgræðslu á heimajörð minni. Ég ber á 1,5 tonn á hverju ári og Landgræðslan skaffar mér þennan áburð. Sigþrúður Jónsdóttir í Eystra-Geldingarholti (starfsmaður Landgræðslunnar) kemur á hverju vori og tekur út það sem ég og móðir mín erum búin að græða upp og einnig ástand gróðurhulunnar. Hún hefur aldrei komið með athugasemdir í sambandi við ofbeit eða lélegt ástand gróðurhulunnar. Þvert á móti hefur hún hrósað okkur fyrir þann árangur sem við höfum náð í að græða upp landið. Ég hef aldrei friðað það land sem ég hef borið á og ég er alveg viss um að ef ég hefði friðað þetta land hefði ég aldrei náð þeim árangri sem ég og móðir mín höfum náð.

Það er alveg hægt að stunda landgræðslu með sauðkindinni á afréttum. Bændur í Bláskógabyggð hafa náð undraverðum árangri í að græða upp landið og náð betri árangri á landi sem er ófriðað fyrir beit heldur en á því landi sem er friðað.

Kveðja,

Bjarni Arnar

Bjarni Arnar Hjaltason (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 09:28

10 identicon

Sæl, Margrét

 Vil bara benda þér á þessa grein sem ég fann á Nytjalandi.is. Lestu þetta og segðu mér hvað þér finnst um þessar upplýsingar sem koma þar fram.

http://www.nytjaland.is/landbunadur/wgrala.nsf/Attachment/landgaedi_bujarda_veggspjald/$file/landgaedi_bujarda_veggspjald.pdf

Þarna kemur fram að ástand bújarða hér á Íslandi sé almennt nokkuð gott, nema á Vestfjörðum og Austfjörðum. En það á sér skýringu í því að þar er búseta minnst á landinu og margar jarðir í eyði. Hugsaðu þér, Margrét! hvað myndi nú gerast ef ríkið myndi hjálpa ungu fólki sem er tilbúið að búa á landsbyggðinni! Hvað það myndi hjálpa þessum jörðum að verða aftur grasi grónar í staðinn fyrir gula sinu og mosa sem er að tröllríða öllu þarna á Vestfjörðum og Austfjörðum. Ég er ekki að segja að gul sina og mosi eigi ekki rétt á sér, menn hafa sinn smekk en svona almennt þá sjái fleira fólk meiri fegurð í fallega, grænum, grasi grónum brekkum heldur en sinu og mosa.

Takk fyrir mig,

Bjarni Arnar

Bjarni Arnar Hjaltason (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 12:02

11 identicon

Góðan og blessaðan daginn Bjarni!

Mér finnst stundum eins og ég sé í yfirheyrslum fyrir rétti og þurfi sífellt að sanna mál mitt fyrir bændum. Og nú krefst þú sönnunargagna. Ekki sá fyrsti.

 Málið er að ég hef lesið svo oft fréttir og yfirlýsingar frá hinum og þessum fræðimönnum um alvarlegt ástand gróðurs í landinu að það er nær ógjörningur fyrir mig að hafa upp á þessum sönnunargögnum svona í einum hvelli. Þú verður að hafa biðlund þangað til ég hef farið í gegnum úrklippusafnið mitt og bækur mínar. Ég er nefnilega í fullri vinnu og hugsa um fjölskyldu mína eftir vinnutíma. En hafðu biðlund, þú munt fá svör.

Þangað til verður þú að láta þér nægja mína skoðun á málinu og hún er sú að flestir afréttir, flest fjöll, brattar hlíðar og margir heimahagar séu illa farnir og á leiðinni út í hafsauga. Það er mín skoðun eftir að hafa farið vítt og breitt um landið í mörg ár. Ömurlegt.  Ég þarf svo sem ekki að lesa einn staf til að sjá það.

Maður, sem ánægður er með ástand lands, eins sést á myndunum hér á blogginu, er bara steinblindur á umhverfi sitt. Hann kann ekki að lesa landið. Og þessi maður ætlar að verða bóndi, eða hvað?

Ég veit að margir bændur eru að græða upp heimahaga og afrétti með aðstoð Landgræðslunnar. Og hvers vegna? jú, vegna þess að ástandið á viðkomandi stöðum var afar slæmt og þörf aðgerða. Læt það vera að menn komi þessum áburði frá Landgræðslunni (ríkinu) á jörð,  í sína eigin heimahaga.

Ég mun lesa þessa grein sem þú sendir, við fyrsta tækifæri. Reyndar er ég ekki að ræða mikið um ástand bújarða, heldur hálendis, afrétta, fjalla, hlíða og kjarrs. En fáar bújarðir hafa alheilan gróður, svo mikið er víst. Annars væru menn ekki í átaki með landgræsðlunni við að laga skemmdirnar. Eða hvað?

Ég get líka sagt þér af ótal friðuðum stöðum þar sem allt er í blóma eftir að beit var hætt. Ótal blómtegundir og runnar og tré hafa fest þar rætur. Nefni bara hér Vestfirði, Héðinsfjörð og Skorradal. Gróðurparadísir landsins.

Hádegishléið búið og best að koma sér í vinnuna.

Bestu kveðjur,

Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 12:42

12 identicon

Bændur og búalið undir skotárás!!

Sæl og blessuð Margrét gaman að sjá hvernig þú höndlar málin, ég hef nefnilega aldrei séð neinn eða neina svara og staðhæfa eins mikið og hafa ekkert í höndunum til að sanna mál sitt. Ég hef frá barnsaldri farið um fjöll og afrétti og meira að segja hefur bróðir minn sem er Fjallkóngur í smalamennskum á mínum afrétti unnið við að dreifa áburði á þessi moldarbörð eins og þú segir að séu út um allt þarna uppfrá, og satt best að segja verð ég bara að byðja þig um að hætta áður en fólk fer að ræða meira um þessar tilefnislausu staðhæfingar hjá þér, því að það eru alls engin moldarbörð þarna uppfrá, þeir hafa borið á vegna þess að þarna á mörgum stöðum eru áburðarfrekar plöntur. og ekki gleyma því að í melum eru margar sjaldgjæfar plöntur sem við viljum alls ekki missa úr íslensku flórunni

Þessar myndir sem eru ræddar alltaf af rofabörðum og melum og ein kind látin sjást á, eru svokallaðar pósu myndir það er bara þannig að afréttir út um allt land eru alltaf að verða betri og betri þetta hef ég frá mönnum á Austurlandi og Suðurlandi sem vinna við að taka þetta út, það væri gaman að sjá dagsettningar á þessum klippum sem eiga að bakka upp mál þitt og þú segist eiga. Eins og ég sagði þér hef ég farið um afrétti og skoðan gróðurlag og kindur í fjöldamörg ár og menn sem eru í kring um mig líka og það eina sem þeir hafa áhyggjur af er of lítil beit, með því meina ég að sina myndast og gróður leggst af á því svæði því jú það vita allir sem hafa lagt stund á nám í jarðvegsfræði og plöntufræðum, og flest allir búfræðingar hafa gert það, að þú ert að fara með rangt mál. það er ekki að ástæðu lausu að bændur voru að brenna sinu til margra ára til að koma upp aftur gróðurlagi á svæðum. beit hefur góð áhrif á gróðurfar. það væri kannski annað mál að beita 6.000 hrossum á þessi svæði því að þau bíta allt öðruvísi en kindur. Eins vil ég byðja þig um að svara betur mörgum spurningum hjá Bjarna eða jafnvel fara og hitta hann á Hvanneyri því að ég held að heimsókn þín þangað verði mjög lærdómsrík fyrir þig. Því þarna eru allir spekingar og fræðimenn og konur íslands í landbúnaði og landgræðslu, og ég held að þú hefðir gott að því að tala við þetta fólk. Það hryggir mig mjög að sjá að fáfræði er enn í þessu landi um stöðu bænda og þeirra verk. Þú segir við Bjarna hér nokkru ofar að hann sé blindur á ástandið, ég held Margrét að þú þurfir að stoppa og skoða þín mál því, getur það ekki verið að þú sért blind á þetta, bara smá ábending. Maður þarf stundum að stoppa og hugsa sig um ef margir eru með sterk rök á móti manniog þegar maður hefur engin sjálfur. Ég veit bara Margrét að þar sem ég hef farið um afrétti í mörg ár og séð breytingarnar á þeim að þú þurfir að gera slíkt hið sama og gerðu það með opnum hug. gæti meira að segja tekið þig með í ferð og sýnt þér staði og sagt þér heiti á kennileitum.

Kveðja og innilegar þakkir Dagbjartur Ketilsson áhugamaður um góða hluti.

Dagbjartur Ketilsson (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 17:38

13 identicon

Gott kvöld, Margrét

 Ég er svo aldeilis yfir mig hissa... Ætlar þú að saka mig um það að ég sé með ofbeit á minni heimajörð??? Það hefur aldrei verið ofbeit á minni heimajörð, vegna þess að sauðfjárstofninn heima hefur aldrei náð meiri fjölda en 200. Þegar langafi minn hóf að búa á þessari jörð, þá var hann með kýr og nokkra sauði. Síðan tók afi minn við og hann fjölgaði kúnum og fækkaði fénu. Síðan tók faðir minn við og hann hætti með kýrnar og fjölgaði fénu upp í 200 og þannig er staðan í dag. Þetta fé gengur á um 1200 ha. landi.

Það sem þú verður bara að gera þér grein fyrir að: SAUÐKINDIN BÝR EKKI TIL MELI!!! Það eru veðurþættir og umhverfisþættir sem sverfa og móta landið.

Síðan er það eitt sem ég verð að fá að vita: Ef þér er svo kært að koma öllu búfé í beitarhólf, hvaða landi á þá að fórna undir það??? heima hjá bændunum eða uppi á afrétti????

Fer þá ekki alveg svakalega verðmætt land undir beit???

Eða eigum við bara að hafa þetta eins og í Bandaríkjunum og hafa "FEED-LOT", þar sem gripum er haldið í beitarhólfum og gefið að éta einu sinni á dag. Þar eru þröngslin svo mikil að þeir gripir sem verða undir í baráttunni um fóðrið deyja og landið sem þeir ganga á er bara mold og drulla!!!

Svakalega gott að hafa það þannig... að fara illa með dýr sem finna meira til en einhver víðir og birki sem þú heldur svo mikið upp á!!!

Sauðkindin á rétt á sér hér á Íslandi og þessi "töfralausn" sem þú heldur statt og stöðugt fram að setja allt fé í beitarhólf er það vitlausasta sem ég hef heyrt! (ég á líka rétt á að hafa mína skoðun)

Með von um að þú áttir þig á þessu,

Bjarni Arnar

Bjarni Arnar Hjaltason (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 19:15

14 identicon

Sælt veri fólkið!

Svo þið eruð bara alsælir með ástandið! 25% gróðurþekja, 4% heil gróðurþekja og hitt mismunandi mikið illa farið. Allir sáttir? Sumt er jú á batavegi en betur má ef duga skal.

Það er alveg á hreinu að við erum ekki sammála um ástand gróðurs og jarðvegs á Íslandi og...........verðum aldrei. Það nær þá bara ekkert lengra. Við skulum bara hafa okkar skoðanir á málunum og "basta".

Það er erfitt að svara öllum þessum spurningum frá ykkur, sem yfir mig rigna, svo ég bara sleppi því alfarið, en bendi ykkur á gamla bloggið mitt. Þar má finna nöfn á greinum og greinarhöfundum sem þið gætuð lesið, ykkur til mikils gagns og fróðleiks. Einn höfundurinn sem nefndur  er þar,  er reyndar prófessor á Hvanneyri.

Auk þess nenni ég ekki að leiðrétta ykkur þegar þið lesið annað úr bréfum mínum en ég hef skrifað.

Svo vona ég að ykkur gangi vel að græða upp illa farna heimahagana, með Landgræðslunni, hvort sem um er að kenna ofbeit í aldanna rás eða bara "að þetta ástand hafi alltaf verið svona".

Lifið heilir herramenn.

Bestu kveðjur,

Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 20:31

15 identicon

Minn kæri Bjarni!

Þó ég hafi alls ekki tíma til að svara öllum ykkar spurningum þá var ég búin að lofa þér fyrr í dag að finna nökkur nöfn á illa förnum svæðum (afréttum/beitarlöndum).

Fyrir það fyrsta er megnið  af hálendinu illa farið og óhæft til beitar. Hér koma svo fáein dæmi: Afréttur upp af Lundareykjadal, Rangárvallaafréttur, Landmannaafréttur, Eyvindarstaðaafréttur, Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Hrafnkelsdalur og hálendið upp af dalnum  og svo hálendið (og hlíðarnar) upp af Jökuldal. ( Sjálfsagt mun fleiri staðir þarna fyrir austan.) En ég læt þetta nægja að sinni. (Er búin að finna hér í úrklippusafninu skrifaðar heimildir um feitletruðu nöfnin.)

Er enn að leita gagna um svæði sem Landgræðslan hefur hugsanlega mælt með til friðunar. Seinlegt að lesa sig í gegnum hverja grein eða frétt.

Bestu kveðjur,

Margrét Jónsdóttir

Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband