Landbúnaðarháskóli Íslands í lausu lofti!

Menntastofnun heillrar stéttar landbúnaðarins sem kennir þeim allar kúnstir við að nýta landið sér til framdráttar,nema þá að það sé glæpur gagnvart framtíðinni að stunda rányrkju á stórskemmdu landinu til skaða í stað þess að stunda ræktunarbúskap, hlýtur að vera blind á samtímann.

Hún hangir í lausu lofti, því grunninn vantar í bygginguna, landið sjálft sem vegna meðferðar okkar á því missir stöðugt meira af sinni upphaflegu gróðurþekju. Þessi stofnun er samt ótrúlega ánægð með sjálfa sig þrátt fyrir þessa skömm og er stöðugt að telja okkur trú um hvað hér sé allt til fyrirmyndar og stofnar jafnvel til námskeiða fyrir vesalings útlendinga sem eiga við uppblástur og gróðureyðingu að stríða til að kenna þeim okkar aðferð. Við með stærstu manngerða eyðimörkina,og verst farna land af búsetu vegna rányrkju sem við stundum enn ætlum að kenna þeim.

Er þetta ekki brandari á heimsmælikvarða?

Við erum  þvert á móti til aðhláturs og varnaðar þeim sem komast að því ,að við búum hér eins og bakkabræður,eyðum offjár í að hamla gegn eyðingaröflunum á meðan á aðra milljón fjár og a.m.k.á annað hundraðþúsund hrossa eru á lausagöngu, milli fjalls og fjöru og eyðileggja meira en vinnst.

Í dag er það ekkert einkamál okkar, hvernig við förum með landið, það kemur öllum heiminum við. Þess vegna hafa alþjóða samtök um gróðurvernd, sett lög og reglur um það að ekki megi skaða eða rýra gróðurlendi með nýtingu. Við höfum tekið þátt í ráðstefnum og skuldbindingum um náttúruvernd, en hvergi staðið við þær þó þörfin sé hvergi brýnni. Eina ráðið til að ýta við okkur að losna úr þessum gömlu viðjum,virðist vera að vekja athygli alþjóðasamtaka á ástandinu svo við fáum áminningu frá þeim, um að tími sé komin til að girða af búpeningin í landinu í staðin fyrir fólkið eins og hingað til og stunda ræktunar búskap eins ag aðrar siðmenntaðar þjóðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra Herdís!

Um leið og ég óska þér til hamingju með afmælið sem þú áttir í gær, vil ég þakka þér þessa frábæru grein.

Ég skora á þig að senda hana sem netgrein í Moggann því þá sjá hana miklu, miklu fleiri. Það þurfa nefnilega fleiri að sjá hana en þessir ágætu bændur sem kíkja hér við.

Bestu baráttukveðjur,

Margrét Jónsdóttir

Margrét J'onsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 11:54

2 identicon

Nokkrir gestir hér á blogginu að undanförnu, hafa svarað skrifum Margrétar Jónsdóttur um umhverfismál og verið með aðdróttanir um það að hún vissi ekki um hvað hún væri að fjalla í sambandi við skaðsemi og óhemju kostnað við rányrkjubúskapinn á landinu. Ég er henni algerlega sammála, enda er hún búin að koma með sannanir fyrir stórskemmdum afréttalöndum víða, af beit, sem beðið var um. Ég hef kynnt mér ástand gróðureyðingarinnar á landinu í meir en 20 ár, meðal annars með upplýsingum úr bókum og ritum landgræðslunnar (hafið þið gert það?) fengið upplýsingar hjá Ingvari Þorsteinssyni náttúrufræðingi sem hefur unnið við að kortleggja gróður landsinns í fjölda ára. Einnig er ég í stöðugu sambandi við landgræðsluna, sem hefur þrátt fyrir mikinn árangur í uppgræðslu orðið að vinna eins og bakkabræður við að gera við skemmdir á götóttri flík sem stöðugt er rakið meira neðan af. Umgengni okkar við landið hefur gert það að skemmdasta landi af búsetu sem þekkist og er oft vitnað til þess í útlendum náttúrufræði ritum. Lífsskilyrðin voru oft erfið og fáfræðin mikil. Því er ekki til að dreifa í dag og þess vegna ófyrirgefanlegt að hlífa ekki gat slitinni gróðurhulu landsinns og koma á nútíma ræktunarbúskap með skepnur í vörslu eigenda sinna á þeirra eigin landi, ekki okkar hinna, sem verðum svo að borga skemmdirnar. Þá væri loksins hægt sé að rækta upp landið af viti.

Herdís Þorvaldsdóttir

Herdís Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband