VITNAÐ Í ÁHUGASAMAR GREINAR.

Hörður Bergmann skrifaði grein í morgunblaðið í vor.Greinin hét”Um lögbundna sóun og vansæmd”þar talar hann um opinberar fjárveitingar annarsvegar til vísinda og fræðimennsku sem fékk19,3 milljónir og síðan samanburð á styrkjum til landbúnaðarins sem námu á þriðja hundruð milljóna á fjárlögum 2006 auk margra annarra torskyldra liða.Hann spyr hvernig það þjóni almannahag að láta ein hagsmunasamtök í landinu fá kostnaðinn við starfsemi sína greidda úr ríkissjóði, hverskonar sóun fylgi slíku háttalagi. Hvað finnst þér lesandi góður.?Margrét Jónsdóttir sem hefur skrifað margar frábærar greinar um fjárausturinn í landbúnaðarkerfið og skaða af rányrkjunni ,segir í sinni grein sem heitir”Hin ríkisreknu fjárhús”hún segir m.a.,að við séum á móti því að halda uppi heilli stétt atvinnurekanda á kostnað gróðurs jarðvegs og landsmanna.Hún vonast til að sauðfjárbændur beri gæfu til að losa sig við þessa átthaga fjötra sem beingreiðslur séu og komi sínu sauðfé í beitarhólf og lifi æ síðan í góðri sátt við landið,gróður þess og okkur hin.Þetta er nákvæmlega það sem ég hef verið að vekja athygli á.

Af hverju er ég að blogga á netinu?

Mér finnst ég þurfa að koma þessu alvarlegasta vandamáli okkar uppblæstrinum og gróðureyðingunni á landinu í umræðu.Hvers vegna höldum við áfram miðalda rányrkjubúskap í dag að óþörfu, þó að reynslan sé búin að sýna okkur að hún er búin að gera landið að verst farna landi af búsetu sem þekkist a.m.k.í Evrópu. Við eyðum milljarða tugum í uppgræðslu í 100ár, án þess að reyna að stöðva aðal skaðvaldinn a.m.k 1.000.000 fjár og a.m.k 100,000 hross valsandi stjórnlaust um gróðurlöndin allt sumarið þefandi upp allan nýgræðing sem reynir að skjóta rótum og klæða sárin. Beitin er stjórnlaus og án nokkurrar ábyrgðar eigenda. Þetta er aðal orsökin fyrir stöðugu  undanhaldi sem sést m.a.annars á því að hvar sem fé fækkar eða er skorið niður vegna ryðu á ákveðnu svæði,fer gróðurinn sjáanlega  fljótlega að taka við sér.Sárin á landinu eru orðin svo stór að  uppblásturinn úr þeim er orðið svo alvarlegt vandamál að margar okkar dýrustu náttúruperlur eru í hættu vegna áfoks.Kæru lesendur ef þið haldið að þetta séu ýkjur um ástandið og ég viti ekki staðreyndir,þá skuluð þið fylgjast með þessum pistlum því ég ætla að koma með ótal sannanir frá sérfræðingum máli mínu til stuðnings. Hugsið málið. 

Perlur eru í mikilli hættu vegna áfoks.

Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir góð svör og stuðning hérna í athugasemdum á bloggsíðunni.


Um sauðkindina og landið - gömul grein

Sigríður Laufey Einarsdóttir svarar grein minni um 16.000.000.000 milljarða framlag til sauðfjárframleiðslu í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Hún vill að fleiri sjónarmið komi fram, sem er auðvitað sjálfsagt. Ég bendi á þá staðreynd að búskaparhættir okkar í gegnum aldirnar hafa gert þetta land  að skemmdasta landi af völdum búsetu sem þekkist. Nú á tímum þegar mengun andrúmsloftsins er orðið vandamál í heiminum, leggjum við til óhemju koltvísýring úr skemmdu gróðurlendi sundurgröfnum mýrum og rofalandi. Gróðurinn á viðkvæmum beitarsvæðum nær varla að stinga upp kollinum á vorin, fyrr en 1.000.000 skepnur eru farnar að rífa hann í sig, svo hann nær ekki að binda kolefnið. Þetta eru nýjustu rannsóknir á vegum Búnaðarháskólans.1.000 tonn af kjöti voru afgangs í haust. Þessar skepnur eru búnar að vera að naga viðkvæman fjallagróðurinn allt sumarið til einskis, er það ásættanlegt? Er það furða að það sé ofvaxið skilningi okkar skattborgara að það þurfi að setja alla þessa milljarða í að styrkja og auka sauðfjárræktina, þegar hún þyrfti að minnka og miðast við neyslu innanlands. Í þessum nýja samningi er líka styrkur til nýliðunar í greininni sem myndi þýða meiri framleiðslu. Offramleiðslan rýrir bæði landið og ríkissjóð, og því væri hagkvæmara að einhverjir sauðfjárbændur snéru sér heldur að öðrum verkefnum. Það kæmi bæði stéttinni og okkur hinum til góða. Sigríður vitnar í grein sem Þórarinn Þórarinsson fyrrverandi skólastjóra á Eyðum skrifar um harða lífsbaráttu hér á öldum áður. Þar segir: ”Þjóðin lifði, en skógurinn dó”. Lífsbaráttan var hörð það vitum við. Í dag höfum við enga afsökun fyrir því að vera í stöðugu stríði við landið með rányrkju og arðræna það. Ég vona að Sigríður skilji nú betur hversvegna ég, og fleiri, séum undrandi á þessu peningaaustri í framleiðslu sem þegar er of mikil og skaðar landið að óþörfu.Ég skora á ykkur kjósendur, í vor, að gefa þeim flokki sem lofar að taka á þessu alvarlegasta vandamáli okkar gróðureyðingunni atkvæði ykkar, hvað svo sem hann heitir, því öll vandamál önnur eru hégómi hjá henni. Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona ogf.f. formaður Lífs og Lands

Stöðug eyðing á gróðurþekju landsins

Á síðustu árahundruðum hafa eyðst gróðurlönd á Íslandi sem jafnast á við óteljandi Hálslónsbotna og enn þann dag í dag höldum við áfram rányrkjubúskapnum með óheftri búfjárbeit þrátt fyrir sannanir um skaðsemi hennar.Fólk grætur að sögn ,Ómars,lítinn gróðurskika sem fer undir Hálslón en hefur að því er virðist enga hugmynd um hvað er að gerast á öllu landinu .Á hverju ári fara gróðurtorfur undir sand og gróðurmoldin fýkur á haf út án þess að gerðar séu grunn ráðstafanir til varnar,sem er friðun fyrir óheftri beit búfjár og heildaráætlun um uppgræðslu landsins,en hún er ekki til á 100 ára afmæli landgræðslunnar. ÞETTA ER GRUNNURINN AÐ UMHVERFISMÁLUM. Öll orka þeirra sem kalla sig umhverfissinna fer í baráttu gegn framkvæmdunum sem gefa þó af sér tekjur fyrir okkur og forða öðrum frá meiri mengun við að framleiða ál sem við notum,að höfðatölu,líklega mest í heiminum,með öllum bílaflotanum skipaflotanum og.flugvélunum .Framleiðum við ekki líka álpönnur til útflutnings?Hvaða óæðri verur eiga að framleiða álið sem við getum ekki án verið?Hvernig getur á því staðið að þetta sama fólk, grætur ekki uppblásturinn á öllum skemmdum svæðum og stöðuga rýrnun á þeirri helmings gróðurhulu allri í sárum, sem eftir er á landinu.Rányrkjan er þó öllum til skaða og skammar, ekki síst bændastéttinni sem þekkir ekki sinn vitjunartíma og nýtir villt gróðurlendið okkar ábyrgðalaust  á meðan eitthvað er eftir.Hjá öllum menningarþjóðum eru mjög skýr ákvæði um nýtingu lands svo gæði þess rýrni ekki.Þeir sem eru með búpening er skylt að hafa hann á ræktuðu landi og skila landinu  til næstu kynslóðar í sama eða betra ástandi,þetta kallast sjálfbæri. Við virðumst ekki skilja hvað sjálfbær búskapur er og erum þó með viðkvæmasta gróðurlendið og því fer sem fer,stöðug afturför þrátt fyrir stanslausa baráttu landgræðslunar við að gera við skemmdirnar.Kæru tilfinningaríku umhverfissinnar,kynnið ykkur  klungrin skemmdu mýrarflákana og eyðimerkurnar og vökvið þau með tárum ykkar og gefið þeim loforð um að þið munið stuðla að því að hætt verði að rányrkja landið,en stunda í staðin ræktunarbúskap í sátt við landið ÞÁ FYRST ER VON UM AÐ GETA SNÚIÐ VÖRN Í SÓKN,FYRR EKKI..

Margt skrýtið í kýrhausnum

Er þjóðin í álögum? Hvernig getur annars staðið á því að þeir sem vinna að gróðurvernd eða skógrækt eða menntað fólk í náttúruvísindum virðist ekki hafa, eða vill ekki hafa, hugmynd um hörmulegt ástand gróðurlendisinns á landinu okkar, þó það sé vitnað í það í erlendum náttúruritum sem skemmdasta land af búsetu. Með stærstu manngerðar eyðimerkur af manna völdum og þarf að fara til Norður-Afríku til samjafnaðar.

Er þessi skömm feimnismál í skólakerfinu? Ekki björgum við restinni af gróðrinum og gróðurmoldinni, okkar dýrustu eign, með lokuð augu. Þessir fræðingar ættu að opna augun fyrir staðreyndum og horfa í kring um sig á öll sárin og gróður og kjarrleifarnar sem berjast fyrir lífi sínu á viðkvæmum svæðum, fyrir ágangi 1.000.000 fjár og á annað hundrað þúsunda hrossa sem naga gróður­inn stjórnlaust um landið allt sumarið, og enginn ber ábyrgð á afleiðingunum fyrir landið.

Þið sem hafið lært og búið ykkur undir lífið, við að sinna umhverfismálum, er ekki brýnt erindi fyrir ykkur að byrja á grunn vandamálinu, sem allt annað byggist á, baráttu fyrir stöðvun stöðugrar rányrkju sem heldur allri viðleitni til landgræðslu í tapi? Að vinna að áætlunum og fræðslu um náttúruvernd við þessar aðstæður er eins og að byggja hús án þess að byrja á grunninum, eða prjóna flík sem stöðugt er rakið neðan af. Hvaða árangri skilar það? Er ásættanlegt að vinna við slíkar aðstæður? Ég veit að við sjálft „tregðulögmálið" er að etja, en það má þó reyna að vekja samvisku þeirra sem eiga að sjá til þess að við skilum ekki landinu stöðugt skemmdara í hendur afkomendum okkar.

Það væri kannski meiri von í að ráðamenn hlustuðu frekar á ykkur fræðingana en einn og einn hrópanda í eyðimörkinni.
Það er sannarlega kominn tími til að þið látið í ykkur heyra.

Höfundur er leikkona og fyrrverandi formaður Lífs og lands.

Fréttablaðið  24.05.2007


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband